Andvari - 01.01.1899, Side 86
80
Þegar hætt er að veiða hákarlinn, gjörir hann oft
töluvert tjón á veiðarfærum.
Hnisa er mikil i firðinum vor, sumar og haust,
og er skotin mikið. Um aðra hvali er miklu minna
á siðari árum en áður.
Enskir lóðafiskarar voru undanfarin ár mjög
úti fyrir Reyðarfirði, í fyrra lítið, en ekki i sumar.
Milli Reyðarfjarðar og Gerpis er Vaðlavík og
er þaðan dálítið útræði.
Milli Horns (Barðsneshorns) og Dalatangaskerst
inn flói í SV., sem klofnar i tvent við Norðfjarðar-
nípu. Fyrir norðan hana gengur inn Mjóifjörður,
en fyrir sunnan fjörður (Norðfjarðarflóinn), er grein-
ist i 3 smáfirði, Viðfjörð, Hellisfjörð og Norðfjörð. I
tveim hinum síðastnefndu er útræði, og svo á Barðs-
nesbæjunum, fyrir utan Viðfjörð. Milli Horns og
Gerpis er Sandvik. Þar er dálítið útræði.
Norðfjörður er lang-helzta veiðiplássið viðNorð-
fjarðarflóann og ganga flestir bátarnir frá Nesi og
svo frá Naustahvammi; alls frá báðum fjörðunumog
Barðsnesi 30—40 bátar. Þeir er allflestir færeyskir
og 2—4 menn á hverjum. Sjór er stundaður frá
byrjun einmánaðar til nýárs. Nokkrir Færeyingar
liggja við í Nesi. Fiskimið eru að nokkru leyti
hin sömu og fiskimið Mjóflrðinga. Botn er víða
mjög grýttur og dýpi allmikið, inni í flóanum 30—-
60 fðm., en úti fyrir dýpra. Vanalegast er róið út
1 flóann, en á siðari árum á djúp, stundum jafnvel
2 milur undan Horni, og þykja mönnum hér (eins
og víðar) bátarnir alt of smáir og fámentir til djúp-
róðra, og er það ekki efamál. Straumar eru miklu
vægari hér og annarstaðar fyrir norðan Gerpi en
við Reyðarfjörð, í stórstrauma ekki harðari en þar
í smástrauma. Veiðarfæratap er því ekki mikið.