Andvari - 01.01.1899, Page 87
81
Þeir, sem bezt fræddu mig, voru þeir Sveinn kaup-
maður og Einar hreppstjóri í Nesi og Ármann Her-
mannsson á Barðsnesi. —
Lóðir eru vanalegast 8—9 hndr., en stundum
alt að 18 hndr. og þá beittar á landi, en annars
meðfram á sjó. Þær eru ýmist lagðar í bjóð, eða á
þóftu í barka, að sið Færeyinga, og þá dregnar
fram á. Menn hafa hér að eins stjóra (stein) á lóð-
inni, en ekki dreka, og getur hún þvi færst úr stað.
Fyiir uppihöld eru hafðir kálfsbelgir og kútar. —
Færeyingar, er liggja við á Norðfirði, brúka stuttar,
2—5 hndr. lóðir og er álitið, að þeir afii að jafnaði
vænni fisk. Næturlóðir voru tíðkaðar allmikið fyrir
nokkrum árum, en þær þóttu fæla burtu fisk (fiska
upp?). — Kaflínur eru töluvert brúkaðar. — Smá-
önglalóðir var fyrst farið að brúka eftir 1860, en
haukalóðir um 1840. Annars voru þá brúkuð mest
færi rneð frakkneskum hneifum. Þau eru og brúk-
uð nokkuð enn, en með smærri önglum, í Sandvík
jafnvel eingöngu. Árinann sagði mér, að í sumar
hefðu Barðsnesmenn fiskað á Sandvik með lóð, beittri
nýrri síld, og naumast fengið hálffermi, en Sandvík-
ingar voru þar einnig og hlóðu á bera öngla
(kræktu fiskinn). — Aðalbeitan er sild, ný eða fros-
in, og er allmikið brúkað af lagnetum til að veiða
hana i; þykir ýsan vera mjög sólgin í hana. Sand-
maðkur er nokkur inst í firðinum og kræklingur, en
litið eða ekki brúkað. Smokk rekur ekki sjaldan,
einkum um 1880. — Þorskanet hafa ekki verið reynd
enn þá.
Fiskiveiðisamþykt var gjörð fyrir Norðfjörð um
Hkt leyti og á suðurfjörðunum. Helztu ákvæðin
voru: 1.) að leggja ekki lóð fyrir utan linu milli
6