Andvari - 01.01.1899, Side 89
83
og okt. Frakkar hafa margir stöð á Norðfirði, þvf
hann liggur mjög vel við (innsigling stutt og leið
hrein).
Fjörðurinn liggur annars mjög vel við fyrir
fiskiveiðar, bæði vegna þess, að hann er stuttur og
því ekki langræði, ef ekki er farið á djúp, og þó
ailvel varinn fyrir sjávargangi, og svo liggur hann
vel fyrir N.-göngum, vegna þess, að Hornið nær svo
langt út og til norðurs. Meðalafli góður þykir 50
skpd. á bát á sumarvertíð (4 mán.).
Mjóifjörður er eins og nafnið ber með sér
mjóstur allra fjarðanna. Lengdin er rúmar 2 milur
frá línu milli Norðfjarðarnípu og Steinsness, inn í
botn. Dýpið er mikið, 40 fðm. inni við botn, og
smádýpkar út. I firðinum er leirbotn, en úti fyrir
nokkur hraun. — Utræði er frá flestum bæjum við
fjörðinn, en einkum frá Brekku. Sé fiskur ekki inni
í firðinum, róa menn út i flóann milli Nípu ogDala-
tanga eða á djúp, alt að 1 mílu undan Dalatanga.
Alls ganga úr firðinum 30—40 bátar, fiestallir fær-
eyskir, og svo 1 gufubátur. — Bræðurnir Konráð
kaupmaður og Vilhjálmur hreppstjóri Hjálmars synir,
síra Þorsteinn Iialldórsson og Benedikt Sveinsson á
Brekku fræddu mig um veiðarnar.
Lóðir eru alt að 12 hndr. (6 stokkar, 12 streng-
ir með 90 önglum) og beittar á sjó meðfram. Á
hverri lóð eru 3—4 uppihöld. Álíta menn hér lang-
ar lóðir ekki heppilegar. Haukalóðir eru nú ekki
lengur brúkaðar, en kaflínur töluvert. Færi eru
varla brúkuð lengur. Aðalbeitan er sild og stein-
bítur; kræklingur er lítill, en nokkuð af kúskel, en
aða engin. Loðnu hafa menn beitt, og reynist hún
6*