Andvari - 01.01.1899, Síða 90
84
ágætlega. Smokkur kemur stundum (í fyrra seint í
sept.), en lítið beitt.
Fiskisamþyktir eru engar og hafa ekki verið.
Bæði hér og á Norðfirði hafa nokkur brögð orðið að
vísvitandi skemdum á veiðarfærum (rist í kálfsbelgi,
svo þeir hafa sokkið). Er slikt mjög vítaverður
strákskapur, sem ætti að sæta þungri refsingu, ef
uppskátt verður. Veiðarfæri, sem liggja i
sjó, eiga a ð vera algjörlega friðhelg,
þegar þau eru ekki lögð öðrum til ógreiða.
Framan af þessari öld var töluvert útræði í
Mjóafirði. Lágu menn þá við i verstöð, sem hét
Eldleysa, utarlega við fjörðinn að norðanverðu. Var
róið í djúp, því fiskur hefir þá að líkindum ekki
gengið að jafnaði i fjörðinn, og komu stundum afla-
leysis-kaflar. Hákarlsafli var stundaður fram eftir
öldinni, vor og haust; fóru menn þá á stærri bátum
(með 4 á) i setur með setufæri (hákarlafæri) og á
vetrum brúkuðu menn lagvaði. Um og eftir miðja
öldina voru haukalóðir brúkaðar mikið og aflaðist á
þær lúða og skata, sem nú fæst lítið af. Á Digra-
miði úti fyrir Mjóafirði var ávalt fiskur siðari hluta
18. aldar, jafnvel meðan fiskileysiskafiinn langi stóð
yfir.
Um fiskigöngur voru menn hér yfirleitt á sama
máli og Norðfirðingar; Konráð kaupmaður segir, að
síðan 1890 hafi norðangöngur komið miklu seinna á
ári en áður (sbr. SV.-iands); að fiskur sé vænni, þeg-
ar komi fram í sept., því þá séu Frakkar farnir af
djúpmiðum og fiskurinn leiti þá grynnra; að góð
fiskigrunn (banki) séu 4 mílur út af Dalatanga.
(Hann hefir verið þar úti á gufubát sinum). En bezt
fiskimið fyrir Austurlandi telur hann D/e mílu und-
an Borgarfirði, um 2 milur á breidd. NV.-stormar