Andvari - 01.01.1899, Page 91
85
þykja skaðlegir fyrir fiskigöngur, einkum á haustin,
þegar sild er og fiskur með henni. — Loðna og
sandsilisgöngur koma stundum. — Hrognkelsi eru
nokkur, en lítið veidd, og ræksnin ekki höfðtil beitu.
— Hlýri er töluverður og blágóma fæst stundum. —
Stærsta ýsu, sem eg hef séð, mældi eg í Mjóafirði;
hún var 34" að lengd. Annars er stórýsan á Aust-
fjörðum stærri að meðallagi en við SV.-landið. Hún
getur jafnvel orðið l'/s alin. — Um hvali var mik-
ið milli 1860 og 70, í september, svo lögðust þeir
mjög frá 1870—80; komu svo aftur reglulega á vor-
in og háhyrnur á haustin. Siðan 1890 hefir aftur
verið litið um þá, jafnvel þótt síld hafi verið í firð-
inum.
Milli Dalatanga og Álftavíkur er flói, er við
Borgarnestanga greinist i tvo firði: Seyðisfjörð og
Loðmundarfjörð. Seyðisfjörður er mestur veiðifjörð-
ur af Austfjörðum. Hann er mjór og 2 mílur á
lengd, frá iinu milli Skálanes og Borgarnestanga.
Dýpið er allmikið, inni undir botni 15—20 fðm , og
dýpkar svo alt að 60 fðm.; og úti fyrir, á djúpmið-
um, enn dýpra. Inni í firðinum er leir- og leðju-
botn, en í djúpi allvíða hraun. Á siðari árum róa.
menn mjög djúpt, 2—3 tíma róður undan annesj-
um. Föll eru allhörð, álíka og t'yrir Mjóafirði, og
suðurfall harðara og stendur lengur, og þykir fisk-
ur fást bezt með upptökutn þess. Annars eru föll
töluvert mismunandi eftir vindi
Utræði er úr öllum firðinum utanverðum, að
sunnanverðu inst á Hánefsstaðaeyrum, en að norðan
alt inn undir Öldu. Helztu verstöðurnar eru að
norðan: Brimnes, Markhella og Dvergasteinn; að
sunnan Eyrarnar (Þórarinsstaða- og Hánefsstaða-) og
Skálanes. Úr öllum firðinum gengu í sumar um iOO