Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 92
8(5
bátar; úr Brimneslandí 40, frá Eyrunum 20, Skála-
nesi 7. 1888 gengu úr firðinum 200 bátar, þar af
100 frá Færeyjum. Nú er Færeyingum mjög fækk-
að þar, þvi i sumar lágu við á Skálanesi að eins 13,
og svo nokkuð margir á Brimnesi og Markhellu.
Bátar eru flestallir færeyskir, að eins fáeinir norsk-
ir eða islenzkir. — Uti við fjarðarmynnið er oft all-
mikill brimsúgur og lending og uppsátur á Skála-
nesi og Brimnesi hvergi nærri gott; sjávarbakkinn
hár og grýttur. A Brimnesi hefir lendingin verið
töluvert rudd, en mætti þó gjöra meira við hana.
Þeir sem bezt fræddu mig um fiskiveiðar á
Seyðisfirði voru þeir Jón Kristjánsson á Skálanesi,
Sigurður Jónsson á Brimnesi, Sigurður Eiríksson á
Brimbergi, Sigurður Einarsson, hreppstjóri, og Jó-
hann Sveinsson á Hánefsstaðaeyri.
Lóðir eru nálega hið eina veiðarfæii, sem brúk-
að er fyrir þorsk og ýsu. Lengdin er nú 6 — 9—12
stokkar, hver með 140 öngla (alls 8—17 hndr.); fyr-
ir nokkurum árum var hún varla lengri en 6 stokk-
ar. Beita menn ýmist í bjóð eða á þóftu og að eins
á landi og leggja 1—l'/s kast, og var það skoðun
sumra hér, að að hafa mjög langar lóðir og beita á
landi eingöngu hefði þann ókost við sig, sem áður
er um getið. Kaflínur hafa varla verið reyndar á
Seyðisfirði, — Ijós vottur þess, hve tregir menn eru á
að taka upp nýjar aðferðir, jafnvel þótt þeir heyri,
að þær gefist vel á næstu grösum, þar semlíkthag-
ar til. Jón á Skálanesi hefir reynt að leggja lóð 2
fðm. frá botni, en það hefir ekki gefist vel. — Færi
og haukalóðir eru ekki lengur brúkað. — Aðalbeit-
an er náttúrlega sild, sem menn veiða i lagnet, þeg-
ar auðið er. Nokkurir menn hafa reynt að veiðá
hana i reknet, sem sökt hefir verið 3 taðma, en ró-