Andvari - 01.01.1899, Page 93
87
ið þau á eftir bátum, í stað þess að láta þá reka
með þau. Þó hafa þeir veitt nokkuð. Annars brúka
menn steinbít og hlýra, eða krækling, þar sem hann
er að fá (Skálanes, Eyrarnar og Brimnes). Öðu er
lítið eitt af kringum Skálanes, og kúskel fæst oft á
línu undan Brimnesi, en ekki er henni beitt. Sand-
maðkur er enginn; smokk rekur sjaldan. Þorskanet
hafa aldrei verið reynd.
Veiðisamþykt var gjörð fyrir Seyðisfjörð fyrir
nokkuð mörgum árum og voru aðalatriði hennar
þau, að ekki mætti leggja lóð: 1) fyrir 1. júní utan
við linu milli Stapa undir Skálanesbjargi og Róðrar-
skers riorðan við Loðmundarfjörð, 2.) eftir 1. júlí ut-
an við línu frá Jötnatanga í Máfabrikur. En henni
var ekki lengi sint.
Fiskiveiðar í stærra stil byrjuðu hér um sama
leyti og á öðrum fjörðum, og útgerð fór vaxandi fram
til 1890, en síðustu ár heflr dregið töluvert úr henni
sökum þess, að afli hefir brugðist töluvert, og útgerð-
in orðin mjög dýr, og borgar sig ekki nema i góð-
um árum. Sumir eru þvi að hugsa um að hætta
við hana. En þetta atriði verður minst ítarlega á
siðar. — Einn elzti maður í Seyðisflrði, Björn Her-
mannsson á Hánefsstaðaeyri, sagði mér, að fyrir 60
— 70 árum hefðu gengið nokkur ár svo, að enginn
fiskur kom i fjörðinn; urðu menn þá að róa á djúp
með færi. • Annars man hann ekki eftir neinum ár-
um svo, að fiskur hafi ekki gengið í fjörðinn, en vill
þó ekki fortaka, að svo hafi verið ár og ár. —
Olavius segir, að eftir miðja 18. öldina hafi verið 22
aflaleysisár í Seyðisfirði (eins og víðar), en þá hafi
þó ávalt verið fiskur á svo nefndu Endamiði, á 80
fðm. dýpi, 1 */» mílu undan, og jafnvel árið um kring,
L