Andvari - 01.01.1899, Page 96
90
um, en hvorki hafa raenn reynt kaflínur né þorska-
net. Haukalóðir eru fremur lítið notaðar og skötu-
og lúðuveiði því lítil. Til beitu hafa menn mest
nýja eða frosna síld, sem veidd er í lagnet, og
stundum með góðum árangri í reknet. En ekki er
meira en 8 ár siðan farið var að brúka síldarnet.
Færeyingar beita einnig fuglakjöti og hnfsugörnum.
Fiskisamþyktir hafa engar komist á.
Það eru ekki nema 20 ár síðan farið var að
stunda veiðar með löngum lóðum og verka fisk til
útflutnings (salta). Aður voru brúkuð færi og beitt
skel (kræklingi) og ljósabeitu. Einstöku menn brúk-
uðu áður lóðastúfa og beittu ljósabeitu; fiskaðist oft
á þá, þótt ekki fengist fiskur á færi. Áður voru
hákarlaveiðar allmiklar og ýmist brúkaðir lagvaðir
eða menn fóru i setur. Veiðin var stunduð mikinn
hluta ársins og aflaðist oft vel. Til hákarlaveiða
voru höfð 4- manna-för. 1810—1820 gengu úr firðin-
um flest 5 bátar til fiskiveiða.
Um göngur er það að segja, að N. göngur
þykja strjálli, en stöðugri en S.-göngur; en fiskur er
ávalt óstöðugur á grunni, ef stormar koma af hafi,
því fjörðurinn er svo grunnur; hæg N- og NA-átt
þykir bezt fiskiátt. Þorsteinn segir, að oft hafi kom-
ið afialeysisár, en aldrei mörg í senn, og oft hafi
fiskur komið seint, um Jónsmessu, og stundum jafn-
vel ekki fyr en um höfuðdag og stundum hlaup á
haustin. 3 siðustu árin hefir afli verið mjög litill.
Um tíma í sumar gekk þó allmikill fiskur f fjörðinn,
en stormar böguðu mjög. Það kemur oft fyrir, að
mikill fiskur gengur á grunn. Langa er mjög sjald-
gæf, hámeri og háfur sjaldgæf. Loðnuhlaup koma
stundum á vorin. Ólavius segir, að fiskur gangi
í júni á mið Njarðvikinga (sem eru hin sömu og