Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 98
92
(fyrir rúmum 20 árum), hefir hanö verið fiskisæll, þvíi
hann er svo opinn og lif?8'ur vel við fiskigöngum. En
jafnframt er hann illa varinn fyrir N-NA-og A- veðrum
og sjór þá ókyrr. Nú gengu þaðan um 40 bátar; af' þeim
áttu Færeyingar 11 og lágu 40 Færeyingar þar við.
Útræði er langmest úr verzlunarstaðnum og af
Tanganum (35 bátar). Bátar eru allflestir færeysk-
ir, því innlendir bátar, litlir, með fallegu lagi og
litlum, skáhölluni gafli, eru varla brúkaðir lengur.
Menn sigla hér allmikið, því fjörðurinn er svo breið-
ur, að velmá slaga. Þó eru vindbyljir harðir, er hvast
er af landi. Langræði er oft mikið, of't róið norður
með Viðvíkurbjörgum, en ekki mikið á djúp. Þeir,
sem bezt fræddu mig voru, auk ýmsra fiskimanna,
Pétur Guðjohnsen og Kristján Arnason
Lóðin er hér nálega eina veiðarfærið, frálOtil
21 hndr. (6—12 stokkar með 180 öngluin) og ofc lögð
í tvennu lagi; vanalegast er beitt í bjóð. A haust-
in er eingöngu beitt á landi, en á surnrin meðfram
á sjó. Fyrri hluta sumars brúka menn til beitu
frosna síld, eða krækling og ljósabeitu, en á haust-
in einfóma síld, ef hún fæst; kræklingur heíir verið
mikill í Nýpstjarðarlóni, en er nú tekinn að þrjóta.
Síldin er mest veidd i lagnet og töluvert í reknet,.
sem hafa lánast vel (skozk net). Sandmaðk vita menn
ekki um, þó líklegt sé, að hann sé í lóninu. Öðu og
smokkfisk er lltið um. Færi eru nú svo að segja ekki
brúkuð. Kafiínur og þorskanet hafa aldrei verið reynd.
Eins og áður er minst á, byrjaði útgerðin í stærra
stýl 1876, og var það samfara þvf, að P. Guðjohnsen
byrjaði saltfisksverkun þar. Fyrir þann tima var sjór
ekki stundaður að jafnaði nema frá Leiðarhöfn og fiskur
hertur handa sveitamönnum. Aður var og veiddur
riokkur hákarl frá Leiðarhöfn og nokkurum bæjutu