Andvari - 01.01.1899, Page 99
93
sunnan við fjörðinn og brúkuðu menn lagvað. Á 18.
öld segir Olavíus að kvartað hafi verið um, að afli
hafi verið rénandi i 45 ár í Leiðarhöfn, en telur sjó-
sókn litla, og líklegt, að tímabilið sé sagt of langt.
Þótt vertíð byrji seint í mai, kemur fiskur vana-
lega ekki fyr en í júli, og hann gengur stundum i
i desember, og ef til vill lengur; en um það er ekkí
gott að segja, raeð því að sjór er svo lítið stundaður
um það leyti. Fiskur kemur langoftast norðanmeð,
en SA- göngur og hafgöngur koma stundum; haf-
göngur helzt snemma íjúlí. Með þeim kemur vænni
fiskur. Hafátt þvkir bezt fyrir göngur, en SV-NV-storm-
ar verstir, því þá fýkur ryk í sjóinn (segja menn). I
sumar var í ágúst og september ágætisafli á Vopnafirði
og meðan eg var þar veiddist, mestmjög stór ýsa og
þorskur. I maga ýsunnar er mest krossfiskur, ormar,
möttuldýr, skeljar og sandsíli; í maga þorsksins
sild, þyrsklingur og krabbar. 2 sfðustu ár hefir
verið litill afli, annars ávalt góður siðustu 20 ár.
Loðnu verður sjaldan vart við, en sandsíli kennir
stundum á haustin. Af keilu, steinbit og hlýra er
töluvert og ufsi nógur; blágóma fæst oft. Hrogn-
kelsi eru nokkur, en smá og ekki veidd. Á 18.
öld var hrognkelsaveiði i Leiðarhöfn. Lúða er nokk-
ur, en öll smá, og af tindabikkju (gaddaskötu) mikið.
Skötu er lítið um, en nokkuð af bákarli. Háfur,
hámeri, karfi og lýsa eru sjaldgæf. Skarkoli fæst
helzt siðari hluta sumars og er þá vel feitur. Af
flúru (skraplúru) er nóg. Smáþyrsklingur sést stöð-
ugt við bryggjuna saman með ufsa. Eg hafði oft í
sumar tækifæri til að athuga, hvernig smáþyrsk-
lingnum er titt að hima hreyfingarlausum með
höfuðið við botninn og í strauminn og sporðinn
L