Andvari - 01.01.1899, Side 101
95
þeim, hver með 2 drar) og því mjög vel lagaðir til
þess að hafa á fjörðunum, þar sem stutt er róið
og ilt að sigla vegna vindbyl.ja. Þeir kosta um 120
kr. með öllum útbúnaði; hinir eitthvað álíka. A
síðustu árum hefir orðið sú óheppilega breyting á
fiskigöngum við Austurland, að fiskurinn hefir geng-
íð minna og minna i flesta firðina. Afleiðingin af því hef-
ir orðið sú, að menn hafa orðið að leita fisksins æ dýpra.
En það er mikill munur á sjávarlagi á fjörðun-
um og úti fyrir, því úti tyrir er sjór víða injög úf-
iun af straumum, og undan öllum annesjum eru rast-
ir og sumar þeirra slæmar. Auk þess eru veður,
jafnvel á sumrin, mjög vanstilt úti fyrir og oft mjög
sterkir stormar af landi. Þar við bætast þokurnar,
sem oft skella mjög fljótt yfir, svo dimmar, að
naumast sér »út fyrir borðstokkinn«. Menn kynnu
nú að ætla, að samfara þessari breytingu í sjósókn-
um hefði líka orðið breytingar á bátunum, að menn
hefðu tekið upp stærri báta, með fleiri mönnutn á,
vel útbúna að seglum og vel lagaða til siglinga,
þar sem um jafnmikið langræði er að ræða, stund-
um jafnvel á 3. mílu undan annesjum í haf út.
En reyndin hefir ekki orðið sú. Menn róa á djúpið
á hinum sömu smákænum og brúkaðar eru inni á fjörð-
unum, og er það órækur vottur um áræði austfirzkra
fiskimanna, en jafnframt vottur um ofdirsku eðalitla
varúð, því þó það geti blessast, meðan vel gengur,
þá er það þó mjög ísjárvert, að hætta sér svo langt
út á haf á slíkum skeljum og eiga lff' sitt mestund-
ir þoli þriggja manna, ef storm af landi ber að;
þvl þótt bátar þessir séu efiaust góðir í sjó að leggja
í hlutfalli við stærðina, þú eru þeir þó mjög illa
fallnir til nauðbeiti, bæði að lagi og seglútbúnaði.
Margir menn, sem eg átti tal við um þetta atriði,