Andvari - 01.01.1899, Page 104
98
astnefndu eru rajög lítil, en Egeria nokkuð stór.
Þau voru látin stunda þorskveiðar með lóð og var
fyrirkomulagið þannig, að þau fóru út með smábáta,
er lögðu lóðirnar og tóku þær, og voru úti 1—2
sólarhringa, eftir því sem veður var til og afli mik-
ilL Var svo gert að aflanum á landi. Þau fiskuðu
á djúpmiðunum í nánd við Seyðisfjörð, en sjaldan
lengra burtu, svo sem norður frá, suður af Langa-
nesi, eða úti fyrir Vopnafirði, eða niður með, út af
Suðurfjörðunum. Gjörðu menn sér miklar vonir um
þessa veiðiaðterð, og i blöðunum var látið eigi all-
lítið yfir hinum ágæta afla þessara skipa, og talið
víst, að útgerðarmaðurinn hefði mikinn ábataá þeim.
Þau hafa og eflaugt aflað vel með köflum. En sið-
ari árin hefír þeim ekki gengið vel og ábatinn orð-
ið lítill. Og ekki heyrðist mér á Wathne sál. í sum-
ar, að honum hafi þótt útgerðin vera sérlega
arðberandi, sem bezt hefir sýnt sig á því, að hann í
hitt eð fyrra (1896) losaði sig að mestu leyti við skip-
in öll, þannig, að hann seldi þau að mestu leyti
hlutafélagi einu dönsku, þar sem verzlunarhúsið
0rum og Wulff' keypti flesta hlutina, en Watline átti
að eins lítinn hluta, en hélt áfram að annast um út-
gerðina og fiskverkunina, ásamt með Bache kaup-
manni á Vopnafirði, sem nú er aðal-umsjónarmaður
útgerðarinnar. 1897 sagði hann mér, að skaðinn á
útgerðinni hefði orðið 15°/o og í sumar höfðu skipin
varla aflað fyrir kolunum, þegar eg fór frá Aust-
fjörðum; í haust hafa þau ekki aflað svo mikið, að
þau hafi borgað sig. Mér lieyrðist einuig á Bache,
að félagið vildi helzt losna við skipin, ef hægt væri
að selja þau án mikilla affalla. — Eftir þessu að
dæma heflr þessi útgerð því ekki orðið eins happa-