Andvari - 01.01.1899, Page 105
99
sæl og menn gjörðu sér vonir um. Síðustu 3 ár
hafa heldur ekki verið góð.
Konráð kaupra. Hjálmarsson í Mjóafirði lét
smíða i fyrra vetur gufubát, 14 smái. netto að stærð,
fyrir 24,000 kr. Gekk báturinn (»Reykir«) til fiski-
veiða í sumar, og var fyrirkomulagið sama og á
hinum skipunum: hafði 2 báta með lóð, fór vaualega
út á hverjum degi kl. 4 f. m. og kom aftur kl. 2 e.
m., þegar veður leyfði. Hann fiskaði vanalega á
djúpmiðunum út af Mjóafirði, en stundum nokkuð
lengra burtu. I sumar mun hann ekki hafa borgað sig
(o: útgerð og rentur), því til þess tíma, sem eg fór
af Austfjörðum, gekk honum oftast illa. Þorsteinn
kaupm. Jónsson í Borgarfirði átti von á gufubát í
sumar, sem á að ganga til fiskiveiða.
Þetta eru þær tilraunir, sem Austfirðingar liafa
gert til að reka fiskiveiðar með gufuskipum, og þær
eru mjög virðingarverðar, þar sem þær sýna mikla
framtakssemi og hafa mikinn kostnað í för með sér.
En því miður eru ýmsir agnúar á þessari útgerð,
sem þegar hafa sýnt afleiðingar sínar á útgerð
Watnesskipanna og Konráð jafnvel hefir þegar rek-
ið sig á. Eg skal benda á hina helztu af þeim:
Aðalgallinn er sá, að skipin eru of lítil. Af
því leiðir, að þau eru nauðbeygð til að leita hafnar,
eftir mjög stutta útivist, af því að ekki er hægt,
vegna rúmleysis, að gera að aflanum og salta hann
á skipinu, en fiskurinn þolir ekki að liggja lengi ó-
slægður, einkum á sumriu. En við þessar tíðu ferð-
ir út og inn eyðist mikið af kolum og tíma. Þau
eru af þessu einnig bundin við mjög takmarkað
fiskisvæði, í stað þess geta haldið á þau mið, þar
sem helzt er veiði von, ef aíiibregzt á heimamiðun-
7*