Andvari - 01.01.1899, Page 106
100
um. Úr því mætti bæta, ef skipin gætu lagt aflann
upp A öðrum hötnum, en til þess þyrfti að vera fólk
fyrir til að hirða aflann, eða að hann væri seldur
þar. Af smæðinni leiðir ennfremur, að skipin eru
eigi eins góð í sjó að leggja og æskilegt væri, því
lítil gufuskip eru mjög ágjöful og ókyrr, ef sjór er
ókyrr, og þvf ilt að athafna sig á þeim. Þau verða
því oftast að liggja inni, þegar opnir bátar ekki geta
róið veðursins vegna. Aftur á móti eru stór gufu-
skip dýr, og eigi þau að vera lengi úti í senn,
þurfa þau mikið rúm fýrir kol, sem dregst frá lest-
arrúmi þvi, er aflinn ætti að verkast í. En svo er
þeirri spurningu enn ósvarað, hvort það muni geta
borgað sig, að gera út stór gufuskip til þörskveiða
og salta þorskinn á skipinu, og mikið efamál, að
það geti orðið, meðan verð á saltfiski er jafnlágt og
það hefir verið nú að undanförnu. Konráð kaupm.
bjóst við, að bátur sinn gæti borgað sig, e f fiskur
væri Avalt á heimamiðum. En þess skilyrðis ætti
ekki að þurfa með, þegar um gufuskip er að ræða,
því opnir bátar geta þ á líka borgað sig. Það má
þá segja, að gufuskipið sé að eins til aö draga bát-
ana á miðin.
Annar agnúinn við þessa útgerð er að brúka
báta til að leggja lóðina. Gufuskip hafa þá
yflrburði yfir seglskip, að það má snúa þeim eins
og vill, láta þau faraáfram og aftur á bak og halda
kyrru fyrir, eftir þvi sem þörf gjörist, i logni og An
tillits til vindsins. Það má því leggja lóðina frá
sjálfu skipinu (eins og líka Englendingar gjöra),
jafnvel þó veður sé eigi gott og ófært fyrir opna
báta. Bátarnir verða því óþarfur kostnaður og ó-
þægilegir í eftirdragi, þegar skipið er svo lítið, að
þeir verða eigi hafðir innanborðs. Auk þess þola