Andvari - 01.01.1899, Síða 107
101
ekki aðrir bátar en »dorjur« dráttinn til lengdar.
An báta má og komast af með færri menn. Eg réð
því Konráði til þess að láta leggja lóðina frá
sjálfum bátnum,og þáaðferð ætlar P. J. Thorsteinsson
að hafa á sínum bát i ár.
Þriðji agnúinn er sá, að ávalt verður að vera
til taks nóg fólk á landi til að taka á móti aflanum,
ef hann er mikill, en hann getur oft verið lítill og
stundum enginn, svo fólkið verður óþægileg byrði
fyrir útgerðarmanninn, ef hann hefir ekki aðra vinnu
handa því meðfram.
Mér er eigi kunnugt urn afla upphæð árlega á
skipum þeirra Wathnes né kostnað við útgerðina, en
P. J. Thorsteinsson sagði mér, að bátur sinn hefði ár-
ið sem leið aflað 160 þús.; en mikið af þvi var mjög
smátt, svo hann beið töluverðan halla af útgerðinni,
sem kostaði um 40,000 kr. í 6 mán., sem báturinn
gekk. Hann hyggur að framvegis muni útgerðin
kosta 30,000 kr. unr sama tíma, og til þess að hún
borgi sig, þurfí báturinn að afla rúm 800 skpd af
saltfiski á 40 kr. skpd. Konráð kaupm. sagði, að
bótur sinn borgaði sig, ef hann aflaði 800 skpd. af
fiski á 30 kr.
Af þessu má sjá, að þessi útgerð er æði dýr,
og efamál, hvort útgerð með þessu fyrirkomulagi
verði til þess að hrinda fiskiveiðum vorum í æski-
legt horf, jafnvel þótt þter breytingar yrðu gerðar
á fyrirkomulaginu, sem eg heii bent á. Vildu menn
í stað þess að afla þorsk, einkum afla heilagfiski
og flytja það t. d. með hinum dönsku fiskflutninga-
skipum á enskan markað, þá er sá anmarki á, að þar
höfum vér skæða keppinauta, þar sem hin ensku
lóðaskip eru, sem (ásamt með Amerikumönnum)
þegar etu búnir að fleyta rjómann af þeirri veiði