Andvari - 01.01.1899, Page 109
103
skipum. í þessum skipum liggur allmikið fé, sem
þarf að gefa sæmiiega vexti, þvi margur heíir víst
gengið nokkuð nærri sér með þilskipakaupum sið-
ustu árin. — Eg álít það í alla staði rétt, að menn
hafa notað tækifærið og náð sér í skip, sem buðust
fyrir hálfvirði eða minna, jafnvel þó mörg þeirra
séu nokkuð gömul, og vér þurfum ekki að skamm-
ast vor fyrir það, þvi hið sama hafa Norðmenn,
Danir og Svíar gjört, og eru þeir þó ólíkt betur efn-
um búnir en vér.
Eg gat um það áður, að bátaútgerð á Aust-
fjörðum sé æði-dýr, og skal eg, áður en eg lik þessu
máli, gefa yfirlit yfir þann kostnað. Til skýringar
get eg þess fyrst, að 3 menn róa vanalega á hverj-
um báti, en 4. maðurinn er á landi til þess að hirða
affann og afla beitu (vitja um sildarnet) o. s. frv.
Gengið er út frá, að allir hásetar séu ráðnir upp á
kaup (Sunnlendingar).
Saltfisksverð á Austfjörðum hefir undanfarin ár
verið að meðaltali 30 kr. skpd. (af öllum fiski).
Útgerð á bát á Norðfirði i 4 mánuði
Tekjur: 55 skpd. á 30 kr. 1650 kr.
til heimilis og selt
sveitamönnum c. . . 100 • 1750 kr.
Gjöld: Kaup 4manna(50kr.
á mán.) 800 —
fæði (0.50 á dag) . . 240 —
formannskaup (1 kr.
á skpd.) 55 —
beita um .... 100 —
salt 62 tn. á 3,50 217 '—
veiðarfæri .... 80 —
Elyt: 1492 kr. 1750 kr.