Andvari - 01.01.1899, Side 111
105
Þannig borgar útgerðin sig varla eða ekki, ef
gert er út með »Sunuanmönnum«, jafnvel þótt aflinn
sé í góðu meðallagi, eins og hér er gert ráð fyrir,
og ef verkun (vöskun og þurkun) á fiskinum er
keypt. Þeir sein hafa vinnumenn og verka fiskinn
sjálfir, vinna töluvert á því, jafnvel þó vinnumanns-
kaup sé æðihátt á Ausfjörðum (á Seyðisfirði 2—300
kr.). Aftur fer oft töluverð vinna i aðgerð, þegar
vinnukonur eða annað heimafólk hjálpar til við
hana og kostnaður við að flytja fiskinn í kaupstað,
saltsókn o. fl. En hvernig sem á alt er litið, er
þessi útgerð þó mjög dýr (hún mun þó vera nokk-
uð ódýrari á suðurfjörðunum), og er ekki furða þó
menn kvarti undan henni í slæmum árum, þegar
ekki er betra en þetta í meðalárum. Til saman-
burðar vil eg geta þess, að útgerð á 15 smálesta
þilskipi i Reykjavík með 9 mönnum, ráðnum upp á
kaup, kostar ca. 3000 kr. í 3 mánuði, þar með talið
kaup, verðlaun, salt og verkun á fiski, en rentur af
virðingarverði skipsins og ábyrgðargjald ekki. Afli
þess um þenna tíma er um 90 skpd. að jafnaði.
Þegar hásetar eru ráðnir upp á hálfdrætti, er kostn-
aðurinn miklu minni.
Eg get ekki látið vera að rninnast lítið eitt á
sa/tfisk.werkun á Austfjörðum, þvi eg haf'ði oft tæki-
færi til að sjá verkunina á ýmsu stigi, alt frá slæg-
ingu (að slægja kalla merin á suðurfjörðunum, að
gjöra íiskinum gott). Það hefir farið lítið orð af
liskiverkun Austfirðinga, og er það sjálfsagt að
nokkru leyti verðskuldað. En samkvæmt því, sem
eg sá í súmar, má segja að verkunin sé upp og nið-
ur, eins og víðar. Það má vera, að verkunin hafi
verið verri, þegar mestur var aflinn, og ærið mikið
að gjöra, þar sem menn jafnframt verða að stunda