Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 112
106
töluverðan heyskap, og þetta atriði, að aðalvertið-
in er samtímis landbúnaðarstörfum, er óþægilgt, og
hvorumtveggja atvinnuveginum til hnekkis, þar
sem menn stunda báða. A Berufirði, Stöðvar- og
Fáskrúðsfirði hausa menn aftan að, þannig, að fisk-
urinn er lagður á grúfu á þvertré, og höfuðið beygt
niður um leið og það er skorið af, þannig, að aft-
asti hluti krummabeinsins fylgir bolnum. Þessa að-
ferð hefir víst verzlunin á Djúpavogi fyrst innleitt,
og hún er góð, því kúlan verður fallega bogadregin
og trosnar ekki upp vegna beinsins, sem henni fylgir.
A Stöðvarfirði salta menn í tunnur. Fiskurinn verð-
ur fallegur, en þykir slá sig fljótt. Sumir hafa og
tekið þenna sið upp á Fáskrúðsfirði. Víða hagar
svo til, að menn geta notað smálæki til að þvo flsk-
inn i bæði í salt og úr því. Viða hafa menn tré-
palla við lendinguna, til þess að kasta fiskinum upp
á og slægja á. Svo skilyrðin eru viða góð fyrir
fiskverkun,nema þerrileysið á sumrin. Fiskurinn er
víða nokkuð gulur og oft rifinn frá þunnildin. Menn
mænufletja, en skera ott alt of djúpt, þegar rist er
eftir mænunni, og oft fer mjög mikið af fiski með
hryggnum. 2 undanfarin árhefir fiskur í Seyðisfirði
og Mjóafirði orðið blakkur af járnmeinguðu salti frá
Middlesborough. Það er til mikils hnekkis fyrir vöru-
vöndun á Austurlandi, að ekkert númer er á þorski
eftir gæðum, heldur aðeins smáfiskur og málsfiskur;
afleiðingin er lægra verð og kæruleysi hjá mörgum.
En það eru þó margir, sem verka alt eins góðan
fisk og þann,semtekinn er i nr. 1 á Suðurlandi. Sérstak-
lega vil eg minnast á fiskverkun 0rum og Wulfts- verzl
unar á Vopnafirði. Verzlunin kaupir fisk af bátun-
um, en því að eins, að hann sé blóðgaður jafnskjótt
og hann er innbyrðtur, sem víða er vanrækt, og er