Andvari - 01.01.1899, Síða 113
107
hann svo flattur af sérstökum flatningsmönnum, því-
næst saltaður þannig, að mokað er yfir hann salti, ligg-
ur hann þannig i 3 sólarhringa; svo er hann tekinn
upp úr saltinu með þvi salti, sera við hann loðir, og
staflað í nýja stafla án frekari söltunar; þar liggur
hann þar til að hann er vaskaður. Sama saltið er
brúkað þrisvar og að síðustu í ishúsið. Trapani-
salt þykir bezt. Um alla verkunina sér einn verk-
stjóri (Kristján Arnason) og er þar prýðisvel um alt
gengið og húsrúm mikið. Fiskurinn verður líka ágæt
vara og á Bache kaupmaður miklar þakkir skilið
fyrir áhuga þann, sem hann hefir á þessu fyritæki.
Það er hans mark og mið, að framleiða fisk, sem
geti kept við annan íslenzkan fisk á Spánarmark-
aði, og eg vona að það megi takast, Og verði góð-
ur afli framvegis á Vopnafirði, mun hann stækka
og endurbæta þessa stofnun. Eg vil óska, að sem
flestir Austfirðingar vilji verða honum samtaka i
þessari viðleitni; eg veit að það eru nokkurir.
Lýsisbræðslu allmikla og með ágætum útbún-
aði heflr Imsland kaupmaður á Seyðisfirði; það væri
vert, að einhverjir íslendingar vildu læra hana hjá
honum.
I sambandi við fiskverkunina vil eg minnast
á annað atriði: hvernig menn hagnýta sér fiskslóg-
ið, höfuðin og aðrar ruður af aflanum. í þessu efni
er Austfirðingum sorglega ábótavant. Það er ekki
svo að skilja, að ekki sé víðar ábótavant í þvi
efni. En það er vist hvergi verra. Það er sorg-
legt að sjá, hve mikið fer aftur í sjóinn af aflanum,
bæði þorskhöfuð og önnur fiskhöfuð, lifur, sundmag-
ar, innvols og hryggir, öllu er varpað í stóruin
dyngjum í sjóinn i lendingunni, og þar smá- rotnar