Andvari - 01.01.1899, Síða 114
108
það eða er etið upp af' sjódýrum og fuglum, og verð-
ur þannig að engum notum. Og hvað mun hafa
verið að sjá það í sumar á móti því, þegar land-
burður hefir verið ? Það er undarlegtað heyra menn
kvartayfir fiskileysi, en kasta þó öllu í sjóinn, nema
bolnum. Menn bera fyrir sig fólkseklu og annríki. Það
er nú svo. Það eru þó margir dugnaðarmenn, sem
skilja það vel, að allur afiinn er peningavirði, og
liirða alt, að minsta kost í áburð. Bændurnir á
Brimnesi, Karlsskála, Vattarnesi, Brekku í Mjóafirði
og víðar, og kaupmenn, er hafa tún.kasta vfst ekki
miklu. En þurrabúðarmennirnir og Færeyingar
hafa því betur efni á að kasta. Það mætti ætla.
að það gæti svarað kostnaði, að salta niður
þorskhöfuðin og sundmagana til vetrarforða, eða
selja þá sveitamönnum. Það tekur ekki svo lang-
an tfma, og i þá mætti jafnvel hafa úrgangssalt úr
fiski. Að minsta kosti ættu alstaðar að vera gryfj-
ur, sem safna mætti öllu í til áburðar. Það er í
raun og veru skrælingjaháttur, að kásta nokkuru
aftur af þvi, sem úr sjónum kemur. En i því
stöndum vér öðrum, t. d. Norðmönnum, laugt að
baki.
íshús eða frystihús til að geyma i sild til beitu
haf'a menn með miklum dugnaði bygt í öllum fjörð-
um, í Nesi í Norðfirði 2, i Reyðarfirði 3 (á Vattar-
nesi, Karlsskála og í Breiðuvik) og á tíeyðisfirði 3
(á Brimnesi, Eyrunum og Búðareyri). Eg skoðaði
allflest af þessum húsum. Flest eru þau þannig,
að isinn er geymdur í sérstöku liúsi með torf'veggj-
um og járn- eða timburþaki, sem oftast er of óþétt,
svo heitur gustur getur blásið gegnum þau á sumr-
in og eyðir miklum ís. Á einu eða tveimur er torf-