Andvari - 01.01.1899, Page 115
þak o" það er miklu betra. Ofan á isnum er hey.
A einum stað nýr arfi, sem er víst mjög heppileg-
ur. Frystirinn er viða opinn að ofan og er það
heppilegt að þvi leyti, að þá getur ekki kaldasta
loftið sloppið út, þó opnað sé, en það gerir vinnuna
i honum erfiðari. Veggirnir eru víðast troðnir með
sagi, en sumstaðar með mómylsnu, og í einum stað
með mosa, sem gefst vel. Annar útbúnaður á hús-
unum er upp og ofan og kuldinn einnig. Minstan
kuida mældi eg 1—2° C. og aðeins í 2 meiri en 6°.
Að utan eru þau flest dökk að lit, en ekki hvít eða
mjög ljós, eins og sjálfsagt er, því dökk hús sjúga
ekki all litinn hita í sig, þegar hiti og sólskin er á
sumrin. Geymslan í frystunum er því mjög upp og
niður og eðlilega slæm í þeim, sem kuldinn er
minstur í. Eg sá í einu húsi mvgluskánir ásildinni.
Það er leitt, að svo skuli fai'a; því kostnaðurinn er
hér um bil hinn sami, hvort sem vel er geymt eða
illa, og mest undir þvi komið, að ytri frágangur á
húsunum sé vandaður og að eins ný síld látin i þau.
Þetta vekur vantraust á þessum húsum, sem geta
verið svo ákaflega nytsöm, ef vel er á haldið. En
illa geymd sild er víst engu betri beita en ljósa-
beita. Mér skildist á sumum mönnum, að þeir ætl-
að geyma mætti síld óskemda um eins langan tíma
og vera vildi. En til þess þarf vist afarmikinn kulda
og að öðru leyti góðan útbúnað, ef það þá annars
má takast. Menn mega heldur ekki ætlast til of-
mikils af þessum húsum.
FisTáveiðasainþyktir þær, er komið var á, eða
reynt var að koma á, voru gerðar í ýmsum tilgangi.
Aðalákvæði þeirra allra: að banna að leggja lóð fyr-
ir utan viss takmörk, átti að koma f veg fyrir, bæði
að menn reru of djúpt, og að menn, með því að