Andvari - 01.01.1899, Page 116
110
leggja lóðir fyrir utan firðina, héldu fiskinum með
niðurburði (beitu og útslægingu) frá því, að ganga í
firðina; bannið á útslægingu miðaði að hinu sama.
Menn eru alment hér eins og víðar hræddir um, að
allur niðurburður haldi fiskinum á þeim stöðum, sem
hann kemur í botn, og að veiðarfærafjöldinn styggi
fiskinn. Eg hefi áður (í Andv. 1897) sýnt fram á,
að reynslan hefir ekki sýnt þetta neinstaðar ann-
arstaðar. Það má vel vera, að þar sem legufiskur er og
lítið um æti, að hann haldist við niðurburð, meðfram
vegna þess, að krabbategundir ýmsar safnast þar að og
hjálpa vel til að eyða honum, en fiskurinn etur attur
krabbana, þ. e. hinar stærri tegundir, því hinar mörgu
miljónir af marflóm ýmiskonar, sem eru hér við
land, etur stóri fiskurinn lítið eða ekki, en þær eta
mjög öll hræ. Sé aftur á móti um göngufisk að
ræða, sem er að elta síid eða síli, þá má ganga að
því vísu, að hann skeyti lítið um niðurburðinn,
en lialdi sér við sildina eða sílið. Lítil líkindi eru
og til, að sjálf veiðarfærin (lóðirnar) hindri fiskinn á
göngu, ef nokkur veigur er í göngunni. En þó nú
svo væri, að niðurburður gæti haldið öllum fiski, þá
eru línutakmörk við fjarðarmynni hin óheppilegasta
varúðarregla, því við línuna safuast þá flestir með
veiðarfæri sín og niðurburð, og varna íiskinum frá
þvf að ganga inn í flrðina. Að banna mönnum með
samþyktum að róa ekki lengra út á djúpið en að
vissu marki, svo þeir stofni sér ekki i háska, álít
eg ómögulegt. Skynsemi manna, dugnaður og áræði
verður að vera þar æðsti löggjaíi. Eg tel því lítinn
skaða, þó samþyktum þessum hafi ekki verið sínt.
Síld og síldarveiðar.
Sfld hefir eflaust gengið í firðina á Austurlandi