Andvari - 01.01.1899, Page 117
111
írá ómunatíð, en síldarveiðar hafa ekki verið stund-
aðar þar nema síðustu 30 ár. Því eins og kunn-
ugt er byrjuðu, Norðmenn fyrst veiðar sínar þar
milli 1860—70, og eftir 1877 byrjuðu einnig innlendir
menn. A þessu tímabili hafa menn veitt háttum
síldarinnar og göngum hennar í flrðina nokkura eft-
irtekt. Og þó þekkingin á þessu sé ekki mikil, þar
sem engar rannsóknir eða reglubundnar athuganir
hafa verið gjörðar, þá álít eg þó sjálfsagt, að geta
hér hins helzta, er menn sögðu mér um reynslu
sína og athuganir í þessa átt. Þeir, sem gáfu mér
beztar upplýsingar um þetta efni, voru þeir C. Tulin-
ius, konsúll á Eskifirði, og Imsland, kaupmaður á
Seyðisfirði, sem báðirhafa lengi haft síldarveiðaútgerð.
Eg ætla fyrst að setja hér í þýðingu skýrslu,
er Tulinius gaf nýlega Dr. 0. Petterson, prófessor,
er Svíar hafa falið á hendur rannsóknir á sildar-
göngum í Kattegat1. Hann leitaði upplýsinga hjá
Tulinius um, hvort timaskifti væru að síldarveiðum
á íslandi. Skýrslan er þannig: »Spurningunni um,
hvort tímaskifti séu að sildarveiðum á íslandi, vil
eg svara játandi, en mjög er misraunandi, hve löng
aflatímabilin eru, oftast 3—7 ár, og þver þá sildar-
gengdin smám saman á ári hverju, þangað til
síldarlaust verður, en það hefir sjaldan verið
á Austfjörðum lengur en 2 ár. Stundum vex
aflinn smámsaman, eins og fyrir 1895, en á eft-
ir er þá hér um bil enginn afli þegar næsta ár á
eftir. Hér verð eg þó að gjöra þá athugasemd, að
menn geta ekki dregið nákvæma ályktun um, hve
mikil síld er fyrir, af því, hve mikið aflast, því oft
hefir verið síld, án þess að menn hafi veitt hana
1) Skýrslan stendur í Norsk Piskeritidende 1898, 3.187—189.
L