Andvari - 01.01.1899, Page 119
113
Það er almenn skoðun Austfirðinga, að síldin
gangi bezt í firðina í hafátt (A.-SA.-átt), en sizt i
langvinnri N.-átt. Imsland hefir lengi tekið eftir
þessu og gaí mér þessa skýringu á þvf: Þegarnorð-
anveður standa lengi, myndast yfirborðsstraumur með-
fram Austurlandi; á hann upptök sín norður í íshafi
og er þvi kaldur. Hann fyllir þá smámsaman firð-
ina (sjórinn verður kaldur ofan til í fjörðunum i
langvinnri norðanátt) og sildin dregur sig niður í
heitara sjóinn nær botni, ef hún þá er fyrir. En
komi svo hafátt, streymir heitari sjór inn í firðina
og með honum kemur áta og marglyttur, sem hverfa
annars, og þar með síldin, eða sú sem fyrir er gef-
ur sig upp. Þessi skýring er eflaust nærri því
sanna, og er að nokkuru leyti bygð á hitamælingum.
Á Fáskrúðsfirði hafa menn tekið eftir því, að sild
dragi sig frá iandi og niður í djúpið, þegar miklar
rigningar ganga, eflaust af því, að yfirborð sjáv-
arins verður þá mjög vatnsblandað. Eg mældi eitt
sinn seltu sjávarins í yfirborði úti á Eskifirði eftir
stórrigningu. Hann var alveg ósaltur. Almenn
skoðun er það, að síldin komi norðan með að jafnaði,
og er það liklegast, þvi suður með ströndinni liggur
norðanstraumur næst landi og með honum berst
síldar átan. Ármann á Barðsnesi sagðist oft liafa at-
hugað síldargöngur úti fyrir Norðfirði, og hefðu þær
haldið suður með, án þess að ganga inn i fjörðinn.
Vopnfirðingar álíta einnig, að þar komi síldin að
jafnaði norðan með, og sökum þess, að fjörðurinn er
svo víður, eiga þeir betra með að athuga það. Þar
kemur síldin nú ekki fyrr en f júli, en fyrir 16 ár-
um í júuí. Þó eru sumir þeirrar skoðunar, að síld-
in komi helzt sunnanmeð, eða úr hafi; helzt heyrði
8