Andvari - 01.01.1899, Page 122
116
Eins og tekið’er fram í skýrslu Tuliniusar hér
að framan, og mönnum er annars kunnugt hér á
landi og annarsstaðar, eru mikil tímaskitti að síldar-
göngum. Síldin kemur annað veifið ár eftir ár í
stórtorfum, en hverfur svo nærri alveg um mörg ár.
Síldarveiðar yfirleitt eru því allstopular, en þó eink-
um nótveiðar inni í fjörðum. Nótveiðin er eflaust
einhver hin stopulasta veiði, sem til er, og bundnari
við vissan stað en flest önnur veiði. Því alt veltur
á því, hvort síldin kemur nægilega mikil alveg upp
að landi. Það er satt, að hún getur oft verið mjög
uppgripamikil og ábatasöm. En þegar maður sér
hin mörgu yfirgefnu síldarútgerðarhús á Seyðisfirði
og veit af hverjum orsökum þau hafa verið yfirgef-
in, þá getur maður orðið efablandinn um ágæti nót-
veiðarinnar. AVathne sál. sagði líka við mig í sum-
ar: »den er et forfærdeligt Lotteri« (hún er hræði-
legt lukkuspil), og Tuliníus sagði, að það væri gott
að hafa hana fyrir aukagetu, þegar menn gætu haft
áhöldin liggjandi fyrir og verkafólk, sem vanalega
væri látið starfa að öðru (eins og kaupmenn vana-
lega hafa), en að hafa hana fyrir aðalatvinnu, sagð-
ist hann ekki kæra sig um. Nótútgerðin er kostn-
aðarsöm, ekki að eins veiðarfærin og bátarnir, held-
ur og allar þær tunnur, salt og verkafólk, er jafn-
an verður að vera við bendina, ef síldin kemur. 0g
þar við getur svo bæzt, að ekki borgi sig þá einu
sinni að veiða hana, vegna þess, að ekkert verð fæst
fyrir hana á útlendum markaði. Þetta eru Norð-
menn og farnir að finna heima hjá sér, og eru því
að byrja á því að reyna reknetin, sem eflaust gefa
jafnastan og vissastan arð. Það sýna reknetaveiðar
Hollendinga og Skota.