Andvari - 01.01.1899, Síða 123
117
Þess hefir verið getið hér að framan, að afla-
brögð hafa lengi verið ágæt á Austfjörðum. Það
lítur svo út, sem menn hafi álitið það sjálfsagt, að
svo mundi og ávalt verða, gleymandi því, að fisk-
göngur eru stopular og í þeirri trú hafa menn gjörst
í meira lagi djarfir með útgerð og verið fremur ó-
bágir á að ráða til sín fólk upp á hátt kaup, En
svo komu 3 síðustu árin með litinn afla og hafa sorf-
ið hart að mörgum. Mér fanst á ýmsum mönnum,
er eg átti tal við, að þeir eins og gætu ekki áttað
sig á þvi, að þvílík ár gætu komið, og reyndu (eins
og mörgum er hætt við) að leita oisakanna í ofmikl-
um veiðarfærafjölda, niðurburði frá inn- og útlend-
um, eöa jafnvel i hvalafækkun af völdum norskra
hvalara á siðari árum. En það er víst, að afla-
leysisár, og þau stundum mörg í senn, hafa komið
áður, bæði á Austfjörðum og annarsstaðar, án þess
að hægt só að gefa nokkuru at' hinu tilgreinda sök-
ina á því. Menn vilja gjarnan leita orsakanna sem
næst, og einkurn kenna öðrum mönnum um, ef illa
fer, en gleyma alveg hinum ýmsu skilyrðum, sem
fiskigöngurnar eru háðnr, en þessi skilyrði eru hita-
hlutföll sjávarins og straumarnir, er bera með sér
hinar örsmáu (ósýnilegu) jurtir og dýr, sem eru fæða
þeirra smádýra, er sild, loðna, sandsíli og sum stærri
krabbadýr lifa af; en af þeirn lifir þorskurinn og
margir hvalir að miklu leyti. Eg hefi minst nokk-
uð ítarlega á þetta atriði i »Isafold« 1899,
Trémaðk varð eg hvergi var við á Austfjörðum,
og menn vissu ekki til, að nokkurn tíma hefði orðið
vart við hann þar. — Viðmtuna (Liannoria) fann eg