Andvari - 01.01.1899, Page 124
þar hvergi, nema gamlir vihir ár bryggjunni á
Djúpavogi voru allmikið etnir eftir hana.
Frá 30. des. 1898 til 10. jan. ’99 var mjög mik-
ið smáufsa-hlaup i Reykjavík. Voru veiddar með
fyrirdrætti i Reykjavík um 1500 tunnur. Eg mældi
244 ufsa og voru þeir þetta langir:
2 25 cra. 48 17 cm.
5 24 — 54 16 —
6 23 — 51 15 —
6 22 — 30 14 —
2 21 — 13 13 -
8 19 — 5 12 —
13 18 — 1 14-
Meðal hinna raældu voru hinir stærstu og
minstu, sem eg gat fundið í hinum mikla fjölda. Af
mælingunum sést, að fiskarnir skiftast eftir stærðum
í 2 flokka; af stærri flokknum eru flestir 22—24cm.,
og höfðu þeir fengið hinn grábláa lit, sem er eigin-
legur ufsanum. 1 þessum flokki eru tiltölulega fleiri
en þeir voru í hlutfalli við allan ufsann, því eg valdi
úr. í hinum flokknum eru lang-flestir 14—18 cm.
í þeim flokki voru litirnir breytilegir, .rauðleitir,blá-
leitir eða hvltleitir. 20 cm. langir voru engir. Þess-
ir 2 flokkar sýna óllkan aldur, þannig, að þeir, sem
eru minni en 20 cm., eru ekki ársgamlir, en hinir,
stærri en 20 cm., ári eldri, hér um bil.
Hiti og selta sjávarins í yflrborði á ýmsum
stöðum á Austfjörðum sumarið 1898.
Hiti i sjó, Selta sjavar.
Djúpiv. 15. ág. 9° 29,47°/oo um flóð