Andvari - 01.01.1899, Page 126
120
Eftir að skýrsla þessi var fullprentuð, heíi eg
fengið áætlun um kostnað við útgerð á áttæring um
vetrarvertíð í Grindavík; útgerðartíminn er 3 mán.
og á skipinu eru 10 menn; aflanum er skift í 13
staði. Utgerðarkostnaðurinn er miðaður við, að all-
ir skipverjar séu »útgerðarmenn« (ekki vinnumenn)
og að aflinn sé 6—7 hndr. (50 skpd.), helmingur
þorskur og helmingur ýsa.
Áætlunin verður þannig:
a. Tekjur:
50 skpd. af fiski á 35 kr. . 1750 kr.
annar afli....................... 100 — 1850 kr„
b. Gjöld:
kaup 10 manna, 50,00 í 3 mán. 500 —
fæði 43,00 430 —
sjóklæði o. fl. 12,00 . . . 120 —
formannskaup...................... 40 —
skipsleiga og uppsátur . . 45 —
veiðarfæri (lóð 40,00; færi 26,00) 66 —
beita (hrognkelsanet 21,00;
síldarnet 26,00) .... 47 —
salt, 56 tunnur á 5,00 . . 280 —
verkun 3,20 á skpd. . . . 160 — 1588 kr.
afgangs 262 kr.
Lang-oftast gera menn út með vinnumönnum
og hásetuua- er kosta sig sjálfír að öllu nema veiðar-
færum, og þá verður útgerðin miklu ódýrari.
Að endingu þakka eg innilega hinum mörgu, er
liðsintu mér með fræðslu og á annan hátt, og bið
góða menn að benda mér á, ef eitthvað kynni að
vera ranghermt í skýrslu þessari.
í april 1899.