Andvari - 01.01.1899, Side 129
123
En þó að þessi breyting hefði engin áhrif á
háskólana sjálfa, þá hafði hún það á alraenning.
Um mörg ár á eftir mínkaði aðsóknin að öllum
skozku háskólunum, og var svo alment álitið, að það
stafaði af árásinni á klassísku málin.
Ritgerðir Combe’s eru enn i dag vel þess verð-
ar að lesa þær. Hann setur fram mjög heppilega
og. skipulega venjulegu ástæðurnar gegn klassisku
málunum sem mentunar-undirstöðu; er hins vegar
mjög sanngjarn i því sem hann játar mótstöðumönn-
um sínum, og fer mjög vægt í kröfursínar. »Eg hefi
ekkert á móti klassísku málunum í sjálfu sér«, —
segir hann — »og mér kemur því ekki til hugar, að
fara fram á að þau sé með öllu afrækt. Eg játa,
að nám þeirra er mentandi, og ég ætla, að það sé
til menn, sem eru svo vel lagaðir af náttúrunnar
hendi fyrir nám þeirra, að þeim veitir það auðvelt
og þeir hafa mesta yndi af því. Slikir menn eiga
að leggja stund á þau. Það sem ég er mótfallinn,
er að eins það, að gera þau að aðalnámi og upp-
eldisgrundvelli fyrir menn, sem enga sérstaka gáfu
hafa fyrir þau né hæfileika og mundu ekkert gagn
hafa af kunnáttu sinni í þeim síðar við lífsstörf
sín«.
Áður en ég fer lengra út i það, sem af nýlundu
hefir ritað verið til varnar latinu og grísku kensl-
unni, þá vil eg setja fram, svo Ijóst sem mér er
auðið, það sem fram á hefir verið farið hjá oss og
um væri að velja, að þvf er til æðri skólamentunar
kemur —- það er að segja námsins i lærðu skólum')
vorum, sem við er lokið og próf tekið i við há-
skólana.
1) »secon(iary or grarumar schools*.