Andvari - 01.01.1899, Side 132
126
enga beina vissu um þetta atriði, þá álit ég að ekk-
ert tillit beri að taka til þess, sem Mill hefir sagt
um þetta efni; því að i raun réttri snertir það ekki
ágreiningsefnið sjálft.
Stofnendur Lundúna-háskóla reyndu til að full-
nægja hugmynd Mill’s; þeir héldu klassisku málun-
um, en bættu við móðurmáli (ensku og enskum bók-
mentumjásamt einu af nýju málunum,og þeir fullkomn-
uðu nátúrufræði-námið með því að bæta við efnafræði
og líffræði. Þetta var göfugtilraun og vér getum nú
skýrt frá, hvernig hún hefir gefist. Klassísku mál-
unum, ensku, frönsku eða þýzku, stærðfræði og
náttúrufræði, og (eftir nokkurn tíma) hugsunarfræði
og siðfræðislegri heimspeki var öllu haldið í viðun-
anlegu lagi, og var þannig enska og eitt nýtt mál
fram yfir kröfur skozku háskólanna. í efnafræði
var mjög lítið heimtað, og var prófað í henni við
inntöku-próf. í lífseðlisfræði var prófað við fullnað-
ar-stúdentspróf (final B. A. Examination), og var
það langóviðunanlegast af öllu. Ég hefi sjálfur ver-
ið þar prófdómandi, er dr. Sharpey prófaði menn í
lífseðlisfræði, og gat ég því séð, að hann áleithyggi-
legt að láta sér nægja, að sýnd væri hreinasta mála-
mynd þess að nemendur hefði stundað fræðigreinina.
Þó að þannig Lundúna-háskóli sýni það, eins og
skozku háskólarnir, að nám klassisku málanna geti
samrýmst þolanlegu náttúrufræðinámi, þá verður
þó að mínka námskröfurnar i þeim, ef þeim á að
verða samfara nokkurt þolanlegt nám í öllum grein-
um frumvísindanna.
Þær ýmislegu nýju tillögur, sem fram hafa
komið um að auka náttúrufræði-námið, fara fram
á að mínka að miklum mun klassíska námið, en
hvorugri forntungunni er þó alveg slept. EQ