Andvari - 01.01.1899, Síða 133
127
sé hætt að kenna þær við háakóiann, verður að
kenna þær við undirbúningsskólana og prófa í þeim
til inntöku á háskólana þá sem ætla að búa sig
undir stúdentspróf. Þetta er fyrirkornulag, sem varla
getur lengi staðist, en líklegt er að það haldist um
nokkurn tima.
2. Að fella burt grísku og taka í staðinn
eitt af nýju málunum.
Það er sú önnur tillaga, sem mest er haldið fram
nú. Þá er gengið að því vísu, að halda inum
tvíkynjuðu kröfum námsstefnunnar, eins og verið
hefir, en setja eitt af nýju málunum i staðinn fyrir
annað fornmálið. Andvígir þessu eru allir fylgis-
menn klassísku málanna, en fylgjandi því er allur
mentaður almenningur annar, með þvi að það veitti
þó fræðslu í einni tungu, sem yrði nemendum að
gagni sem tungumál. Það er minsta breytingin frá
því, sem nú er, sem til nokkurra bóta er likleg. Að
þessi krafa fái framgang áður langt um liður, efa
ég ekki.
En viðunanleg er þessi breyting alls ekki,
nema að því einu leyti sem hún miðaði til að losa
um tangarhald klassísku málanna. — — — —
Stundum er þessari tillögu svarað með því að
spyrja: Hvi á heldur að sleppa grískunni heldur en
latínunni? Ætti ekki heldur að halda þeirri tung-
unni, sem merkari er ? Þetta er nú reyndar ekki
nema viðbára; því að það hlýtur hver og einn að
vita, að aldrei verður farið að hafa hausavíxl á la-
1) Hér er slept úr litlum kafla, sem snertir enskt ástand
eingöngu og kemur ekki aðalmálinu við.