Andvari - 01.01.1899, Page 134
128
tinu og grísku kenslu í skólunum að eins til geðþekni
einstöku manni hér og þar, og það þó að sjálfum
John Stuart Mill væri kent á þennan hátt. Annað
mál er það, að væru grískar og latneskar bókment-
ir kendar eftir þýðingum og skýringarritum, þá
gengju auðvitað grisku bókmentirnar fyrir.
3. Að sleppa bæði latínu og grísku, en taka
í staðinn frönsku og þýzku.
Þótt undarlegt kunni að virðast, þá var einmitt
fram á þetta farið í frumvarpi því um írska há-
skólann, sem hr. Gladstone bar fram á þingi, en
féll þar. Hefði það frumvarp náð fram að ganga,
þá hefðu írar nú i 14 ár átt kost á að kjósa um
bæði þessi mál. Ég hefi farið nákvæmlega yfir
þingræðurnar um háskólafrumvarpið og hefi ekki
orðið þess var, að neinir af mótstöðumönnum frum-
varpsins fyndi neitt að þessari djarflegu uppgjöf
klassísku stefnunar.
Þeir sem halda fram þessu fyrirkomulagi, segja,
að ef menn vilji stunda klassísku málin á annað
borð, þá eigi menn að gera það rækilega og gagn-
gert. Báðar þessar forntungur og bókmentir þeirra
sé ein samanhangandi heild og verði því að stunda
þær báðar saman. Þeir sem ekki ætli að gera þetta,
þeir ættu alls ekki að byrja á því námi. Sumír
af meðhaldsmönnum klassisku máianna eru þessu
samdóma.
4. Algerð tvískifting í klassíska mentun og
nýtiðar-mentun.
Inir stærri skólar vorir hafa nú leitt inn nýja náms-
deild, er kölluð er nýtíðar-deild; er námið þar fólgið
í náttúrufræði, nýjum málum og latínu. Svo hefir
verið til ætlað til þessa, að til háskólanna skyldu