Andvari - 01.01.1899, Síða 135
129
þeir einir leita frá þessum skólum, sem nám hefðu
stundað í klassisku deildinni; en hin deildin verið á-
litin undírbúningur undir verzlunarstöðu og þær
atvinnugreinir, sem eigi þarf háskólapróf til1).
En eins og við mátti búast, eru nú nemendur
frá nýtíðar-deildinni (gagnfræðadeildinni?) farnir að
heimta aðgang að háskólunum fyrir menn með sinni
mentun. Þeir heimta að mega stunda þar sama
nám og eiga aðgang að sömu lærdómsskírteinum,
eins og þeir sem numið hafa í klassisku deildinni.
Auðvitað er, að þessari tilraun til að koma háskóla-
náminu i samræmi við báðar deildir skólanna, og
að skoða forntungnamentunina og gagnfræða-ment-
unina sem jafnbornar mentunargreinir að lögum,
muni verða mótspyrna veitt í lengstu lög. Þó virð-
ist það eina úrlausnin, sem líkleg er til að koma á
þeirri tilhögun, sem til frambúðar verði.
Varnarmönnum klassíska námsins, þeim er mest
gera úr því, er tamt að færa til dæmi af nafnfræg-
um mönnum, sem í skóla hafa reynst óhæfir til að
nema einföldustu undirstöðu-atriði náttúrufræðinnar.
Þeir segja, að það sé fyrir klassíska námið eitt að
þessir menn hafi orðið það sem þeir urðu, og að ef
þeim hefði verið bægt af námsbraut sinni með al-
varlegum kröfum um náttúrufræði-þekking, þá hefði
aldrei neitt úr þeim orðið i veröldinni. Það er nú
nokkuð mikið borið i slíkar fullyrðingar. En vér
skulum þó láta þær óvéfengdar með því skilyrði, að
vér megum draga líkindaályktun af þeim. Ef sum-
ar gáfur eru svona lagaðar fyrir tungumál, sér-
1) Hvorki lögfræðingar né læknar þurfa að bafa stúdentS'
próf í enskumælandi löndum.
9