Andvari - 01.01.1899, Síða 137
131
þessi frægu þjóðerni hverfi alveg úr meðvitund al-
mennings. Eg fyrir mitt leyti ber nú engan kvið-
boga fyrir þessu.
Það er skynsamlegast að gera gagnfræðanám-
inu og klassiska náminu alveg jafnt undir höfði,
gefa hvoru um sig fult jafnrétti og engan forrétt.
Almenningur mun þá sjálfur úr skera með tímanum.
Ef meðhaldsmenn klassiska námsins eru hræddir
við að reyna þetta, þá hafa þeir enga trú á gildi
málstaðar síns.
Það má heita að upptalning allra röksemda
með og móti klassisku málunum hafi svo tæmd ver-
ið, að ekkert nýtt verði til fært á hvoruga hlið, og
þvf sé ekki annað að gera, en að breyta til um
orðalag og dæmi. En svo lengi sem þessi gömlu
mál halda áfram að hafa einkarétt til að vera
mentunar-grundvöllur, þá verða röksemdirnar færð-
ar fram á ný; og sé engar nýjar til, þá verður að
endurtaka þær gömlu.
Tíðasta röksemdin af hendi andstæðinga forn-
málanna er, ef til vill, það, sem sjaldnast hefir ver-
ið reynt til að svara; en hún er sú, að Forn-Grikkir
kunnu enga útlenda tungu, að eins sína eigin. Eg
liefi aldrei orðið þess var, að neinn hafi reynt að
bera af þetta lag. Og þó eru, auk sjálfrar þessar-
ar staðhafnar, sterkar líkur fyrir þeirri fullyrðing,
að vilji maður kunna tungu vel, þá ætti hann að
verja tima sfnum og þrótti til hennar einnar, og
ekki reyna að læra þrjár eða fjórar.---------
In nýja hreyfing í Cambridge, í Öxnafurðu og
satt að segja um alt landið, i þá átt að fá grísku
felda niður sem skilyrði fyrir stúdentsskírteini (»Arts'
9*