Andvari - 01.01.1899, Page 138
132
Degree«), hefir leitt til þess að fram hafa verið
færðar inar venjulegu varnir fyrir því að halda öllu
óbreyttu eins og það nú er. Ritgerðirnar í Marz-
heftinu af Contemporary Beview 1879 eftir þá pró-
fessórana Blackie og Bonamy Price mega heita síð-
ustu orð á þá hlið í málinu.
Próf. Blackie aðvarar í ritgerð sinni fornmála-
kennendurna um, að nú verði þeir að breyta kenslu-
aðferð sinni; gildi klassisku bókmentanna sem ment-
unartækis fyrir hugsunina hafi mínkað og sé að
mínka, og því verði þeir fyrir alla muni að auka
fimleikaœfingu kenslunnar. Meira að segja, ef ekk-
ert verði gert til að létta erfiði nárasins með betri
kenslu- aðferð, og til að tryggja það að nám þess-
ara tungna hafi í för með sér þá skilningsmentun,
sem svo mikið er af gortað, þá sé ósigurinn bráð-
um vis. Prófessórinn fer þvi nákvæmlega út í það
sem hann álítur beztu kenslu-aðferðir. Það er ekki
tilgangur minn að fara út i það efni með honum,
svo hugðnæmt sem það þó er. Eg vek að eins at-
hygli á því, að hann hættir á að láta allan málstað
sinn fyrir frambaldi latínu og grísku náms í skól-
unurn vera kominn undir þvi, að það verði auðið
að gera sem næst gagngerða byltingu í allrikenslu-
aðferðinni. Það er ekki of sterklega að orði kveð-
ið að kalla það, sem hann fer fram á, byltingu.
Veika hliðin á þessari nýju afstöðu er það, að ját-
að er, að gildi tungna þessara sem tungumála sé
rírnað, og verði að bæta hana upp með gildi þeirra
sem œfinga-tóla. En um þetta verður ekki minna
sagt, en að það sé fjarstæða fyrir tungumálakenn-
ara að verða að líta á málið frá þessu sjónarmiði.
Ef það er ekki annað en tóm andans fimleika-æfing,
sem menn ætla að hafa upp úr náminu, þá má ör-