Andvari - 01.01.1899, Síða 139
133
lítill hluti af einu tungumáli nægja til þess.-----
En það er ekkert lítið varið í það, sem próf.
Blackie kannast við um það, hvernig ástandið sé
nú í raun og veru. »Enginn ætti að fá stúdents-
skírteini nema hann sýni viðunanlega kunnáttu í
tveimur útlendum tungumálum, öðru fornu og hinu
nýju,og sé honum frjálst um að velja tungurnar*. Þetta
mundi að mestu leyti fullnægja kröfum þeim sem nú
eru gerðar hvervetna, og það um nokkuð langan aldur.
Grein próf. Bonamy Price’s er háspentari en
hin. Það er að þvi leyti til skipulag á rökleiðslu
hans, að hann skiftir máli sínu í fjóra kafla með
ljóslega aðgreindum fyrirsögnum; en því fylgir eng-
in skýrt aðgreind flokkaskipun röksemdanna. Margt
af þvi, sem til er fært í einum kaflanum, mætti alt
eins vel flytja yfir í hvern, sem vildi, af hinum
köflunum án þess að nokkur maður yrði var við
neina röskun á skipulaginu. Það er auðugra hjá
höfundinum af háfleygum orðaglaum, en ákveðnum
staðreyndum eða röksemdum. Fyrsti kostur klass-
ísku ritanna er sá, að »þau eru tungumál; ekki sér-
stök visindi né tilteknar fræðigreinir, heldur bók-
mentir*. I þessum kafla fáum vér aðrar eins ljómandi
setningar eins og þessa: »Hugleiðið það,hve mörg hugs-
unarefni unglingurinn kemst í kynni við þegar hann
les hvorn fram af öðrum Cæsar og Tacitus, Herodot
og Hómer, Thukydides og Aristoteles«. »Gætið að,
hvað í því liggur, að hafa lesið með skilningi ailan
Hómer frá upphafl til enda, Thukydides og Demos-
þenes; hve miklu ljósi hefir þá brugðið yfír aðal-
lögmál mannlegrar tilveru, eða stjórnskipulag mann-
félagsins, eða afskifti hvers af öðrum, á alt mann-
eðlið sjálft*. Það eru margir vegir hugsanlegir til
að hrekja þessar fullvrðingar, en sá er beinastur