Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 140
134
og styztur, að spyrja eftir staðreyndunum — áhrif-
unum á þær mörgu þúsundir, sem hafagengið gegn
um sínar tiu ára klassisku fimleika-æfingar. Próf.
Campbell við St. Andrew háskólann sagði eitt sinn,
er tilrætt var um gildi griskunnar sérstaklega, að
fullnaðarúrskurðinn um það yrði innri meðvitund
þeirra að fella, sem sjálfir hefðu numið hana. En
við það höfum vér rétt til að bæta þvi, að úrskurð-
inn felli atgervi þeirra, eins og það birtist heim-
inum, oe: um það atgervi geta sjónarvottar verið
dómarar. En þegar frá eru skildar fáeinar glæsi-
legar undantekningar, þá sjáum vér alls ekkert
sérstaklega markvert við þá menn, sem numið hafa
ið klassiska nám, og þvi má segja að það sé nærri
þvi að eyða tíma til einskis, að fara að rekja sund-
ur orðaglamursfullyrðingar hr. Bonamy Price’s. En
ef vér færum að brjóta þær til mergjar, mundum
vér verða þess varir, að unglingar lesa aldrei Cæs-
ar og Tacitus alla hvorn á eftir öðrum; því síður
Thukydides, Demosþenes og Aristoteles; að sárfáir
fullorðnir menn lesa og skilja þessa höfunda, og að
beinasti vegur til að komast i tæri við Aristoteles
er sá, að forðast griskuna hans gersamlega, en taka
i staðinn skýrendur hans og þýðendur á nýju málunum.
Það fer þó ekki alveg fram hjá prófessórnum,
að sú sök muni verða borin á ið marglofaða klass-
iska nám, að árangurinn af því hafi algerlega
brugðist, þegar hann er borinn saman við þessi
glæsilegu loforð. Hann segir samt, að þó að marg-
ir hafi ekki orðið klassiskir lærdómsmenn i fullrí
merking orðsins, »þá leiði engan veginn af þvi, að
þeir hafi ekkert grætt á latínu og grísku námi sinu;
það er þvert á móti*. Þetta »þvert á móti* hlýt-
ur að þýða það, að þeir hafi grætt eitthvað, og