Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 141
136
þetta eitthvað segir hann þá að sé »sá þroski, sem
gáfur sveinsins hafa fengið, þær ómerkjanlegu, en
engu að síður verulegu framfarir, sem hann hefir
tekið, og hvað hann yfirleitt hefir orðið færari til að
gegna kvöðum lifsins og til manndóms starfa*. En
það fer að verða æ örðugra og örðugra að fá menn
til að eyða löngu skeiði æskuára sinna til að ná
þeim árangri, sem menn verða að játa að sé ó-
merkjanlegur-, vér kynnum að leggja nokkra mán-
uði i sölurnar i von um óvísan arð; en til endur-
gialds árum þeim, sem vér eyðum til fornmálanáms,
heimtum vér merlcjanleggn árangur. — Þessu næst
játar höf. að kenslan sé einatt léleg? En þvi skyldi
kenslan vera léleg ? Og hver von er til að hún verði
betri? Svo er oss sagt, að náttúrfræðin veiti stærsta
og þýðingarmesta hlutanum af eðli æskumannsins eng-
an þroska. En í fyrsta lagi er það ekki tilgangur-
inn að binda námið við að náttúrufræði eina; og f ann-
an stað, hver getur sagt, hve mikill ómerJcjanlegur
árangur kann að vera af náttúrufræði-náminu?
í næsta kafla talar höf. um ágæti klassísku
rithöfundanna. Oneitanlegt er það, að nokkra stór-
merka höfunda tramleiddi inn gríski pg rómverski
heimur, og allmarga ómerka líka. En ágæti Hero-
dots, Thukydidess, Domosþeness, Platóns og Aristotel-
ess má sýna í þýðingum á nútíðar málum, og það
má njóta eigi all-lítiis af skáldlegri fegurð Hómers
og leikskáldanna án þess að strita viö að nerna
fornmálin. Og þá fer nú gildi málanámsins, eins og
oft hefir verið sagt, að verða aðallega fólgið i dreggj-
unum. En eitthvað má Uka segja um ágæti rit-
höfunda síðari tlma. Sir John Herschel sagði svo fyrir
löngu, að ekki gæti mannlegum anda hafa hnignað, úr
þvíað vérgætum leitt fram Newton, Lagrange ogLa-