Andvari - 01.01.1899, Blaðsíða 143
137
nesk setning er eins og hnot 1 sterkri skel, sem
hylur kjarnann — gáta, sem þarí umhugsun, hug-
vit, erfiðismuni, til að ráða; og uppeldis-gildið er
fólgið í skelinni, í gátunni«. Það er ekkert nýtt
í þessari athugasemd, og því ekki hægt að svara
henni neinu nýju svari. En ekki er það vandinn,
að menn leggi á sig slikar ráðningar-raunir þegar
þeir eru að læra grisku og latínu. Og meira að
segja, sömu ummæli mundu lýsa jafn-rétt því sem
eins oft kemur fyrir þegar menn lesa þunga höf-
unda á frönsku, þýzku eða ítölsku. Skyldu nem-
endur ekki geta fundið nógar gátur og torveldleika
í Dante eða i Goethe? Og þarf ekki allmargar gát-
ur að ráða er menn lesa enska rithöfunda? Og auk
þess, hver er sú aðlamótbára, sem oftast er höfð á
móti náttúrufræðinni? Er það ekki einmitt, að hún
sé oí torskilin gáiurn þeirra nemenda, sem eru full-
færir um, að ráða allar inar grísku og latnesku gát-
ur? Og enn má segja, að það má vera eitthvað
bogið við Tcemluna i hverju tungumáli, sem er, ef
oft rekur í þaú vandræði, sem hér er lýst.
Prófessorinn er rólegri og réttorðari þegar
hann kemur með þá athugasemd, að eðlilega hljóti
hugur nemandans að tefjast meira við hugsun, sem
í ljós er látin á útlendu máli [hvortþað er nú dautt
eða lifandi, gerir auðvitað ekkert til], og því festist
efnið betur í huga hans. En hér getur endurbót á
kensluaðferðinni gert sitt til. Auðvitað er það, að
unglingur, sem les alveg sjálfráður, fer raiklu hrað-
ara yfir Burke, heldur en yfir Thukydides; en mundi
það ekki tefja lestur hans á Burke, ef honum væri
stöðugt hlýtt yfir á þann hátt, að hann væri ræki-
lega spurður út úr? Og þá hefði lesturinn á Burke
það fram yfir, að það mætti miða lengd athyglis-