Andvari - 01.01.1899, Síða 144
138
timans við þýðing efnisins, í stað þess að við Thu-
kydides-lesturinn mundi hún fara eftir þeirri tómu
tilviljan, hvort málið væri létt eða þungt A þeim og
þeim kafla.
Prófessorinn svarar nokkuð djarflega þeirri á-
sökun, að klassíska námið eyði svo miklum tíma;
segir hann, að »árangur nárcsins megi mæia með
þeim tíma, sem til þess gangi«. En það er ákaflega
svipað þvi, að ganga að því vísu, sem sanna skyldi.
Einn kost fornmála-námsins, sem hann talar
um í þessum kafla, raegum vér ekki láta óumtalað-
an. Tungur þessar eru dauðar, og svo eru þjóðfé-
lögin, sem töluðu þær, og hugðmál þau, sem þjóðfé-
lögin fengust við og tungurnar töluðu um. Lestur
fornritanna vekur því ekki hjá oss hleypidóma og
ástriður nútímans. En þessari fullyrðing verður vist
að draga nokkuð úr. Grote ritaði Grikklands sögu
sina til þess að eyða flokks-hleypidómum. Allar or-
ustur milli harðstjórnar, fámenningastjórnar og lýð-
valds eru enn i dag háðar yfir valköstum Grikkja
og Rómverja. Hafi hitt verið tilgangur prófessors-
ins, að halda því fram, að menn, sem numið hafi
klassískt nám, séu ákafaminni flokksmenn, hafi ró-
legri dómgreind í stjórnmálum, heldur en aðrir menn,
þá getum vér þvi einu svarað, að ekki hefir reynsl-
an sýnt oss það. Ef vér viljum leita náms, sem
dregur hugann algerlega frá öllum flokks-hleypidóm-
um, meðan menn gefa sig við þvi, þá er náttúru-
fræðin miklu betur til þess fallin heldur en fornald-
arsagan. Það loðir ekkert flokka-sk.valdur við setn-
íngar stærðfræðinnar.
I siðasta kafla af rökleiðslu prófessorsins er ég,
með allri virðingu, neyddur til að segja, að alls ekki
finst nein röksemd. Því er haldið þar fram,