Andvari - 01.01.1899, Page 145
139
fornmálanámið komi á svo náinni samvinnu milli
huga nemandans og huga kennarans. En höf. ger-
ir enga tilraun til að sýna, að þetta eigi sér fremur
stað við fornmálanámið, en við annað nám. Allur
þessi hluti ritgerðarinnar er í rauninni stýlaður til
vina höfundarins, fornmála-kennaranna, og það sem
áminning. Hann ámælir þeim fyrir ódugnað, fyrir
það að þeir sé ekki líkar Thomasar Arnold’s. Það
er ekki mitt að reyna að ganga á milli þeirra og
hans í þessu efni. En svo mikla áherzlu leggur
hann á atgervi og alúð kennaranna, að ég var
nærri farinn að búast við, að hann mundi þá og
þegar játa — að góður kennari í ensku, þýzku,
náttúrusögu, þjóðmeganfræði, væri jafnvel takandi
fram yfir lélegan kennara í latínu eða grísku.1)
Viötoætir.
[Til uppfyllingar set ég hér ummæli tveggja heimsfrægra
manna, sagnfræðingsins J. A Froude (frh. frnd.) og landfræðings-
ins og náttúrufræðingsins, ins rússneska fursta Kropotkin. Eru
þau hvortveggju tekin úr lengri ritgerðuin þeirra, er ritaðar hafá
verið á ensku].
1) Ritgerð þessi var send »Timariti Bókmentafélagsins. og
samþykti meiri hluti ritnefndarinnar, þrátt fyrir æsta mótspyrnu
forseta, rektors B M. Olsens, að taka liana í þennan árgang
timaritsins. Þrátt fyrir ályktun ritnefndarinnar og þrátt fyrir i-
trekaðar fortólur manna bæði úr rit.nefndinni og félagsstjórninni,
útilokaði forseti ritgerðina alveg á sitt eindæmi.
Þýðandinn