Andvari - 01.01.1899, Page 149
143
skapur. — Hvernig stendur á verðfalli ullarinnar. Ding-
ley-lögin. — íslenzkar ullarverksmiðjur. — Mentamál vor
og almannastyrkur til þeirra. — Ávaxtarlaust nám. —
jLifsins brauð« og »dauðans steinar<. — Skólagengin ör-
eigastétt. — Þarf að auka verklega kunnáttu. — Breiðu-
mýri og Bröttubrekka. Yiðsýnishæð og Farsældar-
heiði.]
> Tvisvar tveir eru fjórir«.
Allir höfum vér það lært, að »tvisvar tveir
eru fjórir«, of? engum dettur i hug að véfengja það,
fremur en önnur sannindi litlu töfiunnar, þegar það
er sagt svona blátt áfram. Og þó eru til skynsamir
menn, sem hafa fest trölla-trú á setningum, sem
með engu móti geta sannar verið, nema því að eins
að 2X2 séu annaðhvort meira eða minnna en
1-J—1—1-1—j-1, þ. e. meira eða minna en 4. Þetta
kemur ekki til af fáfræði; þeir vita vel, að 1—j- 1-j-
14-1=2+1+1=1+2+1=1+1+2=3+1= 1+3=4;
en það kemur af andlegri leti; þeir nenna ekki að
leggja það á sig að reikna, þ. e. hugsa.
Slik trú er hjátrú, og þeir sem hafa hana,
eru hjátrúar-menn. Slikir hjátrúarmenn eru t. d.
verndartolla-mennirnir. Þeir eru ekkert annað en
auðfræðilegir hjátrúarmenn.
Um það getur heilbrigð skynsemi og einfaldur,
brotalaus reikningur sannfært hvern mann, sem
nennir að hugsa.
Það er ekki frítt við, að þessi hjátrú hafi
reynt að smeygja inn höfðinu hér á landi; hún
hefir enda verið að reka upp selshausinn í alþingis-
salnum í meira en tug ára, þótt tekist hafi til þessa
að slá hana niður aftur, og þarf það engan að
undra, því að þessi auðfræðilegu Fróðár-undur
hafa gert vart við sig í þingsölura flestra eða allra