Andvari - 01.01.1899, Side 150
144
þjóða, og víða gert svo mikinn reimleika að heil-
brigð skynsemi hefir ekki hrokkið við.
Það er því ekki ófyrirsynju að líta snöggvast
á þetta mál. Hve margar bækur og rit hafa skráð
verið um þetta efni, það veit sjálfsagt engin dauð-
leg sál; en það er vafalaust óhætt að segja um
það, eins og guðspjallið segir um djöflana, að þeirra
tala er legíó. Það væri því ekki svo voðalegt vanda-
verk að rita bók upp á 6—700 blaðsiður um það,
rekja hvern skyldleiksanga málsins út í æsar og
heimfæra in almennu sannindi til ástandsins hér á
landi. — En þó að höfundur þessara l(na treysti
sér til þess, þá væri samt sá galli á, að enginn
fengist til að gefa slíkt rit út, af þeirri einföldu á-
stæðu, að ekki væri við að búast að nokkur nenti
að lesa það. — Hitt er minna verk, en þó ekki
tiltölulega vandaminna, að skrifa svo sem arkar-
langt mál og setja í því fram einföldustu grundvall-
aratriði málsins. En það hefir ævinnlega þann kost,
að ætla má að allmargir þori að leggja út í að
lesa svo stutta grein sem þessa, og er þá vonandi
að það sem hér er sagt, þótt stutt sé, veki lesandann
til að rekja hugsanirnar lengra sjálfur og heimfæra
þær til þess sem hér á sér stað á landi.
Auðvitað á verndartolla-stefnan fleiri flutnings-
menn en þessa auðfræðilegu hjátrúar-menn; fyrir
henni berjast margir þeir, sem betur vita, af þvi
að þeim er sjálfum hagur að verndartollum. Það er
eigingirnin, sem viðheldur þeirri stefnu í Bandarikj-
unum og víðar. Og það er eitt af því allra hættu-
iegasta við þá stefnu, að hún veitir einstökum
mönnum færi á að græða auð fjár á almennings
kostnað. Nokkru af þeim gróða verja svo verndar-
njótar til að kaupa sínum mönnum fylgi við kosn-