Andvari - 01.01.1899, Side 151
145
ingar, kaupa atkvæði þingraanna, kaupa fylgi ráð-
gjaía, kaupa fræðimenn til að finna glæsilegar
gyllingar-ástæður fyrir lyginni og villa svo almenn-
ingi sjónir.
Það er ekki fyrir verndartollana að velmegun
er svo mikil, sem kún er, i Bandaríkjunum, heldur
þrátt fyrir þá. Landið er af náttúrunnar hendi
svo úr garði gert, að jafnvel tollverndar-ófögnuður-
inn hefir ekki getað eytt velmeguninni, enda er
ekkert ríld i heimi annað, sem eigi jafn-ólík lönd
með jafn-fjölbreyttum náttúrugæðum, þvf að það
má segja, að Bandarikin geta betur en nokkurt
annað land framleitt i landinu sjálfu alt, sem þarf
til að fullnægja mannlegum þörfum.
En því vitna menn aldrei i England með alla
sína velmegun og auð, sem óhætt má fullyrða að
einmitt stafar af verzlunarfrelsinu? Frakkland og
Þjóðverjaland eru bæði auðugri af náttúrunnar
hendi, en tollverndin hefir hamlað þeim frá að geta
tekið þeim framförum í efnahag, sem England hefir
átt að fagna.
Þeir menn hér á landi, sem ekki bera við að
færa skynsamleg rök fyrir tollverndarstefnunni, en
vitna að eins i dæmi annara landa, sý'na með því,
að þeir trúa ekki sjálfir á kenning sina, en treysta
því, að aðrir þekki ekki til ástands og málavaxta
í þeim löndum, sem þeir vitna til.
Á öllum öldum hafa stjórnvitringar og fræði-
menn hugsað um fjárhag rikja og þegna, það er að
segja síðan skipulegar ríkisstjórnir komust á. Yér
sjáum þessa t. d. glögg merki í fornsögum vorum,
og þarf ekki lengra til dæmis að vísa en í Sverris-
sögu.
En það er fyrst á 17. öld að uútíðarleg ríkis-
10