Andvari - 01.01.1899, Page 152
146
skipun fer alraent að ná sér í skipulegt heildarkerfi;
þá er valdið dregið saman á einn stað («centrali-
sation«) og einveldið rótfestist.
Þá fyrst má segja að menn fari að mynda sér auð-
fræðilegar frumreglur og stjórna eftir þeim.
Auðfræðiregla sú,sem mennstjórnuðu þá eftir,var
sú kenning, er menn hafa nefnt mercantilism — »kaup-
auðgi« kallar Arnlj. Olafsson hana, oger þaðgottorð.
Þeir sem kaupauðgis-kenninguna fluttu eða á
hana trúðu, vóru kallaðir kaupauðgis-menn (merkan-
tílistar). — Kaupauðgis-mennirnir vóru eiginlega
auðfræðilegir gullgerðar-menn; það er að segja: það
má líkja þýðing þeirra í auðfræðinni saman við
þýðing alkemistanna í efnafræðinni.
Aðal-tilgangur kaupauðgis-manna var, að draga
peninga (gull eða silfur) inn í landið og stemma stigu
fyrir burtflutningi þeirra úr landinu. Sönn auðlegð
var að þeirra áliti fólgin í peninga-eign, í því að
eiga gull eða silfur (eða hvorttveggja).
Þessum tilgangi vildu þeir reyna að ná með
því, að efia útflutning varnings úr landi, en hindra
aðflutning varnings. (Peninga skoðuðu þeir ekki sem
varning). — Ef meira virði væri flutt út úr
landinu af varningi, en inn í það, þá ætluðu þeir
það sjálfsagt, að mismun andvirðisins yrði erlendar
þjóðir að borga landsmönnum í peningum. En pen-
ingarnir — gullið — það var hnossið, sem menn
keptust um að höndla.
Til þess að ná þessum tilgangi, þá
1. stofnuðu menn verJcsmiðjur til að framleiða varn-
ing, og studdi ríkið að því bæði á beinan hátt
með fjártillagi, og á óbeinan hátt með því að
veita þeim ýmis hlunnindi. Var oft til þessa
varið ógrynni fjár; en hins var ekki gætt, hvort