Andvari - 01.01.1899, Side 153
147
náttúrleg skilyrði væri fyrir hendi fyrir því að
iðnaðurinn gæti þrifist; fór þvf stundum svo,
að ríkið kostaði miklu til, en verksmiðju-eig-
endur höfðu engu að síður lítið í aðra hönd;
varð því árangurinn einatt fjárhagslegur skaði
fyrir ríkið, en engum neinn gróði
2. lögðu menn háa aðflutnings-tolla á unninn varn-
ing eða bönnuðu enda stundum aðflutning hans,
en leyfðu að flytja e/ms-varning (óunninn) ótoll-
aðan inn i landið
3. lögðu menn útflutnings-tolla sumstaðar á óunn-
inn varning, svo að menn skyldu heldur selja
hann innlendum verksmiðjum til að vinna úr.
Þessi stefna var nú öll bygð á barnalegri nær-
sýni. Nœrsýni var það af því, að menn litu ekki á
eða sáu ekki nema það sem næst lá; og barnaleg
var nærsýnin af því, að hún spratt af reynsluleysi
þjóðanna, vottaði barnsaldur auðfræðinuar.
Grull er í rauninni varningur eins og hver ann-
ar hlutur, sem gengur kaupum og sölum. Það hefir
meðal annars þau einkenni, að verð þess er stöð-
ugra en flestra hluta annara og breytist að eins lít-
ið og jafnt. Auk þess er það fyrirferðarlítið og ein-
hver hentasti hlutur til að geyma, því að það er
ekki skemdum undirorpið og geymist því vel. Þetta
veldur því, að það er flestum eða öllum öðrum varn-
iugi hentara til að vera staðgengill og mælir alls
annars varnings — verðmiðill.
í fornöld meðan auðfræðiþekking manna var
i bernsku, hauguðu auðmenn því upp gulli. Gullsafn
Krösusar er að orðtaki gert, og saga Salómons
konungs í biblíunni ber ins sama vott. Auðmenn
hrúguðu saman gullinu og geynidu það, og þótti sá
auðugastur, er mest átti gull. Það var eins og ekk-
10*