Andvari - 01.01.1899, Side 155
149
að eins skirteini, sönnun, fvrir rétti minum til kröfu.
Af því að það er skrifiegt skjal, get ég selt það
öðrum, en það gildir að eins gagnvart þeim, sem
gaf það út, eða það er stýlað upp á. Gagnvart öðr-
um út í frá veitir það mér engan rétt. Þeir sem
ekki þekkja þann, sem krafan er gegn stýluð, vilja
ekki gefa mér neitt fyrir það. Not þess eru því
mjög takmörkuð. En ef ég hefi fengið gull (peninga)
fyrir það, sem ég seldi, þá er mér það miklu nota-
sælla, af því að allir láta mig fá fyrir það hvað
eina, sem ég þarfnast og þeir vilja farga á annað
borð.
Gullið er þannig eins konar alment skuldbréf
eða kröfuréttar skírteini gagnvart einum og sérhverj-
um viðskiftamanni. Það er eins konar ávísun upp
á falar vörur eða veiðmæta hluti hvar sem er á
markaði heimsins.
Sá sem því sækist eftir gullinu, sækist ekki
eftir þvi sakir sjálfs þess, heldur sakir þeirra nyt-
semda eða nautna, þess vamings, sem það veitir
gildan aðgangsrétt að.
Ef rnenn annars nú á dögum kynna sér per-
sónulega liag auðmanris, sem á t. d. nokkrar milíón-
ir króna, að kallað er, þá munu menn brátt komast
að raun um, að slikur auðmaður á örsjaldan nema
fáeinar þúsundir í gulli (skrautmunum)og venjulega
að eins fáein hundruð króna i peningum. Hitt á
hann í húsum, gripum, verkfærum, fasteign, en
mestan auð sinn venjulega í hlutabréfum, f stofnun-
um og fyrirtækjum, í arðbærum skuldbréfum og
því um líku.
Og þetta hlýtur svo að vera, því að i rauninni
er ákaflega lítið til af peningum í heiminum, tiltölu-
lega við allan verðmætan auð heimsins.