Andvari - 01.01.1899, Síða 156
160
Ég skal nú þessu til sönnunar skýra hér frá
gwZZ-birgðura og sZZ/Mr-birgðura heimsins alls, og
og jafnframt frá birgðum hans af bréfpeningum eða
óraálmtrygðura seðlum, eins og þetta var 1. Jan.
1896 (að þvi er Bandaríkin snertir, þá eru birgðirn-
ar þar taldar eins og þær voru 1. Nóv. sama ár.)
Hér er alt það talið, sem til var í mótuðum pening-
um, og alt, sem til var í bönkum og ríkisfjárhirzl-
um af milta-gulli og milta-silfri (gullkólfum og silfur-
kólfum); en aftur er hér ekki með talið guil og silf-
ur í skrautmunum og listaverkum (smíðað gull og
silfur). — Upphæðin er talin i dollurum (eftir era-
bættaskýrslum stjórnar Bandaríkjanna).
Alls var þá til í heiminum af
gulli: silf'ri:
$ 4,143,700,000, $ 4,236,900,000,
ómíilmtrygðum seðlum (og pappirspeningum):
$ 2,558,000,000,
eða alls $ 10,938,600,000, þ. e. um 11,000 miliónir
dollara; en það verður hérum bil 41,000,000,000
króna (41 þús. milíónir króna) að meðtöldum bréf-
peningum og ómálmtrygðum baukaseðlum. Þ. e. a.s.
af bankaseðlum er ekki talið það, sem trygt var
með fullvirði (króna fyrir krónu) af góðmálmi, held-
ur það eitt, sem var um fram tryggingu.
En i gulli og silfri var að eins til 31,425,000,000
króna.
Ef vér teljum nú mannkynið 1500 milíónir, sem
sízt mun fjarri láta, þá kærni tæplega 21 kr. á
mann, ef upp væri skift jafnt inilli allra.
í Danaveldi öllu kom á mann, eftir þvi sem
þar var þá talið, 31 kr. 87 aur., eða nær þriðjungi
meira en vera bar eftir tiltölu i öllum heimi.
Eftir tiltölunni í öllum heimi hefði átt að koma