Andvari - 01.01.1899, Page 157
151
á ísland (21 kr. X 70,000 =) 1,470,000 kr., og fer
það einmitt mjög nærri því sem ætlað var að hér
hefði verið í landi þá er krónumyntin var lögleidd.
I Noregi komu að eins 15 kr. 75 au. á mann;
í Sviþjóð 10 kr. 50 au.; í Bolgariu að eins 7 kr. 75
au.; í Hawaií 180—190 kr.; i Síam um 150 kr.
Af þessu er það sýnilegt, að sárlítill, hverfandi
hluti að eins af viðskiftum landa á milli getur farið
fram með peningum sem gjaldmiðli, enda staðfestir
árs árlega reynslan að svo er. Til þess eru ekki
peningar nægir til.
Það var því barnaskapur kaupauðgismanna áð
ætla að auðga land sitt með því að hefta innflutn-
ing, en auka útflutning varnings úr landi.
Ekkert land getur flutt að staðaldri meira út
en inn af vörum, eða meira inp en út, i eigirilegri
verzlun. Það eru ekki peningar til í heiminum til
að jafna skiftin. — Ef eitt lítið land flytti ár eftir
ár miklu meira út, en inn, af vörum, og fengi mis-
muninn greiddan í peningum, þá þurkaði það land
allan heiminn að peningum á fám árum.
Engu að siður sjáum vér þó árlega i skýrslum
þjóðanna, að mismunurinn á útflutningi og innflutn-
ingi er talsverður viða. Og það sem allrá-merkileg-
ast er, ef vér leggjum saman verzlunarskýrslur allra
þjóða eitthvert ár, þá munum vér jafnan fá það út,
að samanlagt flytja allar þjóðir meira inn, en þær
flytja út, þó að sumar auðvitað flytji meira út
en inn.
Hvernig stendur á þessu í
Til þess eru tvær orsakir.
Þegar skýrslurnar sýna, að samtala þess, sem
allar þjóðir flytja inn til sln, er hærri en samtala
þess, sem þær allar flytja út frá sér, þá er orsökin