Andvari - 01.01.1899, Qupperneq 158
152
bersýnilega sii einfalda, að skýrslurnar eru vitlaus-
ar. Væri þær réttar, yrði það sera þær allar flytja
meira inn, en út, að koma frá tunglinu eða ein-
hverjum himinhnetti, öðrum en jörðunni. En allir
sjá hve fjarstætt það er.
En að skýrslurnar verða svona skakkar, mun
meðal annars einatt koma af þvi, að hvert land um
sig reiknar innfluttu vöruna með því verði, sem á
henni verður á innflutningsstaðnum, en verð útfluttu
vörunnar telja menn eins og það er á útflutnings-
staðnum. Með þessu móti legst flutningskostnaður
vörunnar (og tollur, ef því er að skifta) á verð vör-
unnar þar sem hún er verðlögð sem innflutt vara.
Þegar t. d. 100 tn. af brennivíni, sem seldar eru frá
Danmörku til ísiands, eru fluttar út úr Danmörku,
þá er verð hvers potts reiknað eins og seljandi fær
fyrir það þar. En kaupmaður sá, sem flytur það
inn til Islands, telur verð þess eins og hann selur
það hér; þannig bætist þá við innkaupsverðið flutn-
ingsgjald (og tollur?) og verzlunarágóði með. Og þá
er skiljanlegt, að verð innfluttrar vöru verður ann-
að hér, en verð sömu vörunnar var sem útfluttrar
vöru i Khöfn. ICaupmaður borgar með saltfiski, og
reiknar verð hans eins og hann gaf fyrir hann hér.
Viðtakandi mun telja innflutningsverð hans eins og
fiskurinn kostar hann á viðtökustaðnum, flutnings-
kaupi o. fl. er þar þá við bætt.
Þar sem það hins vegar kemur í ljós, að stöku
land flytur að staðaldri miklum mun meira inn en
út, eða út en inn, þá er þetta þó ekki svo að skilja,
að mismunurinn sé greiddur í peningum, heldur vík-
ur því svo við, að hér er að ræða um vöruflutn-
inga, sem ekki eru verzlun í venjulegum skilningi.
Og þegar svona scendur á, þá er svo fjarri því, að